24.6.2011 | 22:02
Landbúnaður í Bretlandi sem ESB land
Átti fróðlegt spjall við forstjóra landbúnaðarfyrirtækis í Suður Afríku sem þekkir vel til landbúnaðar í Bretlandi vegna þess að móðurfélagið er þar með landbúnað. Hann sagði m.a. að ESB gerir miklar kröfur um rekjanleika þannig að mikil skriffinska og kostnaður hefur leitt til þess að aðeins stór landbúnaðarfyrirtæki ráða við slíkt. Bretar hafa fylgt kröfum ESB nákvæmar en Frakkar og Þjóðverjar þannig að landbúnaðarafburðir eru dýrari í Bretlandi. Hann sagði að hver breskur skattgreiðandi þarf að greiða hátt gjald (man ekki upphæðina) sem fer í sameiginlegan landbúnaðarsjóð ESB sem styrkir er veittir úr. Sumir halda að þeir fái ódýrari landbúnaðarafurðir í ESB, en í raun borga þeir með þeim óbeint með þessu gjaldi. Ég kaupi aðeins íslenskt grænmeti og kjöt vegna þess að mér finnst það betra á bragðið og tel það öruggara en frá ESB.
Meira en einfaldar viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.