Sammála forsetanum - Einnig nánar um Huang Nobu

Kínverjar hafa alltaf reynst okkur vinarþjóð, sem er meira en hægt er að segja t.d. um breta sbr. þorskastríðin og að þeir settu okkur á hryðjuverkalista.

 

Vegna þess að sumir eru að velta fyrir sér afhverju Huang Nobu vill opna hótel á Grímsstöðum, þá vek ég athygli á skýrslu frá í júní 2011, sem heitir: industry “The Future of Luxury Travel, A Global Trends Report,”. Hún var unnin af Horwath HTL fyrir International Luxury Travel Market. Þar stendur m.a.:

 

,,Research with luxury travel buyers indicates an expanding number of destinations now growing in popularity, with a demand by travellers for increased diversity:

 • More privacy / less ostentation: a quieter, more discreet style of luxury is now preferred; private islandsare highly desirable.• Increase in demand for open-range excursions: response to our survey underscored the lure of Brazil,Argentina/Chile (Patagonia), Australia and New Zealand for their spectacular landscapes and unspoiltnature.• A growing interest in off-the-beaten-track destinations: some areas currently avoided for political orsocial reasons are expected to become more attractive to tourists.• Destinations with appeal to environmentally concerned and culturally interested travellers:

destinations with fascinating cultures and traditions, including Israel and Peru, are growing in popularity with affluent travellers, as are destinations actively working to protect nature and endangered animal species."

 

Það er eðlilegur þáttur í alþjóðlegum viðskiptum í dag að menn fjárfesta í ýmsum löndum og þykir það yfirleitt gott fyrir efnahag þessara landa. Efnahagur okkur byggist á lántöku því miður og þarf þess vegna að leggja meiri áherslu á verðmætasköpun. Það er þess vegna ekki skynsamlegt að hrekja fjárfesta í burtu með sífellt hækkandi sköttum og áróðri gegn þeim. Það eru hugmyndaríkir og duglegir einstaklingar sem skapa verðmæti. Að fá slíkan einstakling eins Huang Nobu til þess að fjárfesta hér getur verið mjög jákvætt fyrir Ísland.

Sumir telja það grunsamlegt að Huang Nobu sé í Kommúnistaflokknum. Þegar ég var í Kína s.l. vor ræddi ég við einn félaga í flokknum, sem ég kynntist á farfuglaheimili. Hann er fjölmiðlafræðingur og sagði að þegar hann var í háskóla voru margir aðrir nemendur í ungkommunistaflokkinn, en til þess að komast í Kommunistaflokkinn þyrfti meðmæli kennara, sem byggist á góðum námsárangri og að hafa þjónað samfélaginu. Sumir þykir það einnig grunsamlegt að hann hafi unnið að kynningarmálum fyrir stjórnvöld (Publicity Department of the Communist Party of China Central Committee). Mörg ríki og fyrirtækja sækjast mikið eftir að selja varning og þjónustu til kínverja, sem getur oft verið mjög erftitt vegna þess kínverjar þarfnast fátt frá þeim. Kínverjar hafa þar á móti margt sem aðrir sækjast eftir sem getur leitt til viðskiptahalla. Þetta er ekki nýtt vandamál og  það var einmitt viðskiptahalli sem leiddi til þess Bretar réðust á Kína vegna þess að Kínverja vildu ekki opíum í vöruskiptum. Ef Huang Nobu fær leyfi til þess að vera með ferðaþjónust hérlendis þá mun hann auðvitað auglýsa Ísland í Kína og þannig nýtist reynsla hans í kynningum fyrir stjórnvöld. Þetta gæti haft mjög jákvæð áhrif fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja selja varning og þjónustu til kínverja. Kínverskir ferðamenn munu auðvitað ekki bara dvelja á hóteli hans heldur heimsækja aðra staði á landinu, sem er auðvitað einnig jákvætt fyrir ferðamannaiðnaðinn.
mbl.is Fagnar kínverskum fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skrifar svo mikið og fallega um þennan mann og kína að það mætti bara næstum halda að þú hefðir einhverra hagsmuna að gæta. verð nú bara að vera hreinskilin en ég myndi skammast mín fyrir að kalla sjálfa mig íslending ef ég hugsaði eins og sumir sem finnst bara allt í lagi að selja íslenska jörð í hendur erlendra auðjöfra til eilífðar!

Guðbjörg Rakel (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 01:40

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Guðbjörg Rakel, fjallar þú aðeins fallega um aðra ef þú hefur einhverra hagsmuna að gæta?Þótt að ég er Íslenskur ríkisborgari þá hvorki skammast ég mín eða er stoltur af því að tilheyra þennan hóp ólíkra einstaklingar.Mér líst vel á að nýta hluta af landinu til umhverfisvænna ferðamennsku og er ég sannfærður um að slíkt mun hafa jákvæða áhrifa á efnahaginn. Íslendingar gætu ekki byggt um slíka ferðaþjónustu, sem Huang Nobu hyggst gera nema með lánum, en við höfum brennt okkur mikið á lántökum og best ef fjárfestingar eru skuldlausar.

Kristján H. Kristjánsson, 3.9.2011 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband