Björgunarsveitir eru ópólítskar

Sem fyrrverandi björgunarsveitarmaður er ég stórhneykslaður á þessari hugmynd Ólínu vegna þess að það hefur verið einn helsti styrkleiki björgunarsveita að vera ópólítísk. Ef hún hefur jafn lítinn skilning á sjávarútveg og björgunarsveitum þá er ástæða til þess að hafa verulegar áhyggjur.
mbl.is Lýsa furðu á ummælum þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Losum okkur við þetta pakk í eitt skipti fyrir öll og krafan er nýtt og breytt stjórnkerfi án flokkræðis og foringjaræðis til handa almenningi en ekki einkavinum og bankamafíunni!

Sigurður Haraldsson, 28.9.2011 kl. 00:36

2 identicon

Vandamál Ólínu er að hún kann sig ekki vel og er frek og hrokafull, menn skyldu ekki gleyma því þegar hún var skólameistari menntaskólans á Ísafirði það var tómur ófriður í skólanum í hennar stjórnartíð sem var nánast óþekktur í öðrum framhaldsskólum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 08:19

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

sæll kristján, ófriðurinn hófst fyrir vestan er hún og nokkrir kennarar tóku áfengi af yngstu

nemendunum, margir skólameistarar loka augum fyrir drykkju og dópi í skólanum,foreldrar margra nemenda urðu æfir.hvora leiðina mundir þú velja.

Bernharð Hjaltalín, 28.9.2011 kl. 11:49

4 Smámynd: Grétar Ómarsson

Bernharð, forræðishyggja hennar fer út fyrir öll velsæmismörk, þetta er menntaskóli og í menntaskóla eru einstaklingar sem ættu að vera farnir að hafa vit fyrir sjálfum sér, ég er sammála því að nemendur eigi ekki að að vera með áfengi í skólanum en er ekki fullgróft að reka nemendur úr skólanum án fyrirvara, væri ekki nær að leysa málin í samstarfi með foreldrum nemenda og kennurum eins og tíðkast allsstaðar annarsstaðar. Þó hún hafi verið skólameistari er ekki þar með sagt að hún eigi skólann, ef hún ætlar sér að gera breytingar á agareglum skólans væri gott að reyna að gera það í samstarfi við nemendur, kennara, foreldra og bæjaryfirvöld, í stað þess að æða áfram með yfirgang og einræði.

Sama er hægt að segja með Alþingismanninn Ólínu, hún hefur ráðist á atvinnustéttir í landbúnaði og sjáfarútvegi, núna gerir hún lítið úr lögreglustéttinni og ætlast til þess að björgunarsveitirnar standi vörð um alþingi í sjálfboðavinnu og þá um leið á björgunarsveitin að gera lítið úr lögreglunni og hennar starfi.

Grétar Ómarsson, 28.9.2011 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband