4.10.2011 | 12:08
Skil hæstaréttadómara
Mér finnst mjög skiljanlegt að hæstaréttadómarar voru ekki við þingsetninguna vegna þess að ef þeir hefðu orðið fyrir árás eða vitni að árás eða öðru afbroti, þá gætu þeir talist vanhæfir til þess að dæma í málinu.
Fundu skothylki við þinghúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Menn þurfa ekki annað en skoða nöfn hæstaréttardómara til að sjá hina hrikalegu pólitísku slagsíðu á Hæstarétti. Í raun er hann innmúraður í Sjálfstæðisflokkinn og fær sína pólitísku leiðsögn þaðan, samanber ógilding stjórnlagaþingsins, sem var ekkert annað en pólitískt hryðjuverk samkvæmt pöntun.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 12:22
Já, ætli Svavar hafi ekki réttara fyrir sér um ástæðuna fyrir fjarveru dómaranna, en "húmoristinn" Kristján.
Torfi Kristján Stefánsson, 4.10.2011 kl. 12:26
Óskaplega lýsa ummæli Svavars og Torfa mikilli vanþekkingu á störfum Hæstaréttar. Ætlið þið að færa rök fyrir því að Eiríkur Tómasson, eða einhver hinna nýráðnu dómara (í tíð vinstristjórnarinnar), sé vilhallur Sjálfstæðisflokknum öðrum fremur? Getið þið rökstutt að Gunnlaugur Claessen eða Garðar Gíslason, sem báðir áttu sæti í dómi þegar Hæstiréttur tók ákvörðun um stjórnlagaþingið, eigi eitthvað undir Sjálfstæðisflokknum komið?
Reyndar er kenning Kristjáns líkleg til að vera mun nær lagi en í fyrstu virðist.
Gunnar (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 14:08
Bendi hinum nafnlausa Gunnari á þessi nöfn:
Árni Kolbeinsson
Eiríkur Tómasson
Garðar Gíslason
Greta Baldursdóttir
Gunnlaugur Claessen
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Steinar Gunnlaugsson
Markús Sigurbjörnsson
Ólafur Börkur Þorvaldsson
Páll Hreinsson
Viðar Már Matthíasson
Þorgeir Örlygsson
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 14:46
Svavar, þetta er listi yfir dómara Hæstaréttar. Þau nöfn þekki ég, líkt og flestir landsmenn, mætavel.
Spurningin mín var sú, hvernig þú ætlaðir að bendla þá við Sjálfstæðisflokkinn og nefndi ég í því samhengi sérstaklega þrjú nöfn en við þann lista mætti bæta Gretu Baldursdóttur og Þorgeiri Örlygssyni.
Varðandi nafnleynd þá bera tveir menn á landinu þitt nafn Svavar og því ómögulegt að segja með rentu hver þú ert. Sjálfur deili ég ekki fullu nafni með neinum og kýs því að koma fram undir fornafni einu og sér. Til að þú getir gert þér betur í hugarlund við hvern þú ræðir þá er ég 22 ára nemandi við Háskóla Íslands án nokkurra tengsla við stjórnmálaflokka.
Aftur vil ég falast eftir því að þú rökstyðjir þær alvarlegu ásakanir um hlutdrægni Hæstaréttar sem þú hefur sett fram.
Gunnar (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 15:02
Af hæstarréttardómurum voru 9 ráðnir af sjálfstæðismönnum( Sólveigu Pétursdóttur, Þorsteini Pálssyni og Birni Bjarnasyni). Svo til undantekningalaust voru þetta sjálfstæðismenn eða tengdir Sjálfstæðissflokknum.
3 hæstaréttardómarar ( Þorgeir Örlygsson, Eiríkur Tómasson og Gréta Baldursdóttir) voru ráðin af Ögmundi Jónassyni. Öfugt við sjálfstæðismenn voru þessir dómarar ráðnir á faglegum forsendum en ekki valdir flokksmenn ráðherrans.
Þetta sýnir hina miklu pólitísku slagsíðu dómsins, sem sýndi sig vel í dómnum um Stjórnlagaþingið.
Varðandi nafnleynd vil ég benda á það að ég bý í Breiðholti, svo þú þarft ekki að velkjast í vafa hver ég er, enda kem ég alltaf fram undir fullu og réttu nafni.
Ég vil líka að það komi skýrt fram að ég hef mikla fyrirlitningu á mönnum sem í athugasemdum í bloggheimum þora ekki að koma fram undir fullu nafni, en fela sig bak við dulnefni eða fornöfn sem sem geta átt við hundruðir manna, og þá sérstaklega ef þeir eru með persónulegar ávirðingar um aðra kommentatora.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.