Byggist ,,Imagine” á kristni skv. túlkun Leo Tolstoys?

Þótt að Leo Tolstoy er einkum frægur fyrir skáldsögur þá skrifaði hann einnig mjög merkilega bók um túlkun sína á kristni. Bókin heitir: “The Kingdom of God Is Within You” og kom fyrst út 1894. Mohandas Gandhi (kallaður Mahatma sem merki hin mikla sál) ritaði í sjálfsævisögu sinni að þessi bók var ein af þremur ástæðunum fyrir því að hann ákvað að beita friðsamlegum aðgerðum gegn Breska heimsveldinu. Aðferðina nefndi hann; ,,Satyagraha” sem er sett af Sanskrit orðum sem merkja ,,sannleikur” og ,,ákveðni”. Baráttuaðferðir Martin Luther Kings og Nelson Mandela byggðust á þessari aðferði.

 

Ég hef heyrt margar útgáfur af kristni, en eftir að ég las bókina fannst mér að ég hef aðeins heyrt sömu túlkun og Tolstoy í söng John Lennons; ,,Imagine”.

 

Tolstoy færir mjög góð rök fyrir því að í kristni fellst hvaða markmið mannkynið á að stefna að.

 

Með vísan í fjallaræðuna leggur hann áherslu á að ekki má beita valdi gegn illsku (e. Non-resistance to evil by force). Þess vegna getur kristinn maður ekki verið hermaður. Í ,,Imagine” stendur m.a.; ,,Nothing to kill or die for” - ,,Imagine all the people Living life in peace”. 

 

Einnig á að stefna að því að hætta að vera með stjórnvöld hvort sem þau byggjast á lýðræði eða einræði. Í bókinni stendur m.a. á blaðsíðu 131; ,,Christianity in its true sense puts an end to government. So it was understood at its very commencement; it was for that cause that Christ was crucified.” Í ,,Imagine” stendur m.a.; ,,Imagine there's no countries”.

 

Tolstoy telur að markmiðum kristni næst aðeins þegar allir eru orðnir kristnir. Ef það markmið næst þá er spurning hvort hægt er að tala um trúarbrögð, en í ,,Imagine” stendur m.a.; ,,And no religion too”. Hér vil ég bæta við að flest trúarbrögð hafa hina gullnu reglu:

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Golden_Rule  Tolstoy telur að afnám eignaréttar fellst í kristni. Í ,,Imagine” stendur m.a.; ,, Imagine no possessions I wonder if you can No need for greed or hunger”. Þegar Tolstoy setti fyrst fram túlkun sína á kristni fannst mörgum þessar hugmyndir fáranlegar m.a. að ekki má beita valdi gegn illsku og engin stjórnvöld. Hann benti á að mannkynið þróast t.d. þótti einu sinni þrælahald sjálfsagt en ekki lengur þegar hann ritaði bókina. Þótt að hann vísar ekki í Markús 11:24 þá finnst mér að eftirfarandi á við túlkun hans; ,,Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.” Þetta er svipað og kemur fram í bókinni; ,,Leyndarmálið / The Secret” eftir Rhonda Byrne, en þar er fjallað um að ef við náum að stilla tilveruna og það sem við viljum öðlast á sömu tíðni, getum við kallað til okkar betra líf, andlegt og veraldlegt. Í ,,Imagine” stendur í lokin;

,,You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one”
 

 Hægt er að kaupa bók Tolstoys hjá Amazon:

http://www.amazon.com/Kingdom-God-Within-You/dp/1603863826/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1318122686&sr=8-1
mbl.is John væri ekki ánægður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er um margt athyglisverður samanburður hjá þér, Kristján. Tolstoy er hins vegar ekki traustur útleggjari guðspjallanna, þótt hugur hans til þess sé mikill og einlægur.

Það er ekki hugsun guðspjallanna, að ekki eigi að vera nein kristin trúarbrögð i heiminum – eins og ætla má að sé vilji Johns Lennon. Það er heldur ekki unnið þar gegn tilvist veraldlegra ríkja og yfirvalda. Jóhannes skírari talar ennfremur EKKI gegn hermennsku sem siðferðislega leyfilegri (sjá Lúkasarguðspjall 3.14: "Hermenn spurðu hann einnig: „En hvað eigum við að gera?“ Hann sagði við þá: „Hafið ekki fé af neinum, hvorki með ofríki né svikum. Látið ykkur nægja mála ykkar.“"), og postular Jesú taka ekki afstöðu gegn beitingu sverðsins sem heimilli (Róm. 13.4 o.v.), þótt vitaskuld hafi heimild til slíks ótal oft verið misbeitt og þar með framið ranglæti og Guðs lög brotin.

En aðferð Gandhis er afar virðingarverð og leiddi Indverja til sjálfstæðis.

Jón Valur Jensson, 9.10.2011 kl. 14:25

3 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Sæll Jón - Mér finnst rétt að taka fram að ég er alls ekki sami ritsnillingur og Tolstoy og legg ekki í að rökstyðja skoðanir hans sem koma fram í 197 blaðsíðna bók í stuttu bloggi hér. Ég hvet þig þess vegna til þess að lesa bókina. Menn hafa túlkað Bíblíuna með margvíslegum hætti og get ég ekki fullyrt hver hefur rétt eða rangt fyrir sér. Þar á móti færi Tolstoy mun betri rök  fyrir túlkun sína en ég hef áður lesið varðandi aðrar túlkanir. Tolstoy veltir fyrir sér hvernig hægt er að ná markmiðum kristni m.a. að til þess þurfa allir að vera kristnir. Tolstoy vitnar í Jesús en þú í Jóhannes sem voru ekki sömu einstaklingar og ólíklegt að þeir hafi haft nákvæmlega skoðun. Það skiptir auðvitað aðalmáli hvað Jesús sagði sjálfur en ekki einhverjir aðrir. Einnig skiptir máli hvort Jóhannes sagði þetta áður en Jesús sagði eftirfarandi; ,,Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.” Með þessum orðum virðist hafa orðið stefnubreyting varðandi beitingu ofbeldis gegn ofbeldi. Mér finnst ómögulegt að túlka þessi orð Jesús þannig að það réttlætir beitingu ofbeldis. Þótt að ég er ekki algjörlega sammála Tolstoy þá hefur bók hans vakið mér mikið til umhugsunar m.a. þegar ég fylgdist með setningu Alþingis um daginn. 

Kristján H. Kristjánsson, 9.10.2011 kl. 19:20

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ágætt svar frá þér, Kristján, og lesa þarf ég bókina–––hef aðeins lesið minna kver hans, fáeina tugi blaðsíðna, í íslenzkri þýðingu sem gæti verið um 100 ára nú.

Jóhannes er vitaskuld ekki hinn sami og Jesús, en var spámaður hans, og um kenningu hans var ekki efazt í fornkristni, ekki fremur en postulanna og annarra höfunda Nýja testamentisins, enda töluðu þeir ekki í eigin mætti, heldur af Anda Guðs.

En þessi orð, sem þú tekur þarna úr Fjallræðu Jesú, eru töluð í samhengi einstaklingssiðferðis, þ.e. hvað einstaklingi beri að gera,–––þau eru ekki töluð með ríkisvaldið í huga, heldur fjalla um friðsamlegt líferni frá upphafi, til að koma í veg fyrir árekstra og væringar.

Lesum þetta: „Pílatus segir þá við hann: „Viltu ekki tala við mig? Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að krossfesta þig?“ – Jesús svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan.“" (Jóh. 19.10-11.) Hann viðurkennir yfirvaldið, þótt jarðneskt sé, og jafnvel að vald þess er frá Guði komið. Hins vegar ber að fara rétt með valdið, og það gerði Pílatus ekki, jafnvel þótt hinn ákærði tæki fram, að æðsti presturinn bæri meiri sök („Fyrir því ber sá þyngri sök sem hefur selt mig þér í hendur.“ Jóh.19.11 )

Jón Valur Jensson, 9.10.2011 kl. 20:01

5 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Sæll Jón - Ég hef lesið á netinu að sumir gefast upp á bókinni vegna fyrsta kaflans sem þykir nokkuð þungur en þar fjallar Tolstoy m.a. um trúarhópa og samtök sem túlka Bíblíuna með svipuðum hætti og hann. Seinna færist meira líf í textann og tekur Tolstoy ýmis áhugaverð dæmi úr samtímanum til þess að rökstyðja mál sitt. Sumir telja Bíblíuna orð guðs og aðrir, m.a. ég, að bókin sé samansafn greina ýmissa höfunda sem sé m.a. ástæðan fyrir því hve menn túlka bókina oft með mjög ólíkum og jafnvel hættulegum hætti. Eitt af vandamálunum við Bíblíuna er hve mismunandi hún er þýdd. Síðasta íslenska þýðingin hefur mikið verið gagnrýnd og sumir telja að tilgangurinn hafi verið að ,,þýða” hana skv. nútíma pólítískri rétthugsun. Tolstoy fjallar ítarlega um muninn á hvernig einstaklingar og mannkynið þróast. Ég er ekki sammála þér að fjallræðan átti ekki við um ríkisvald vegna þess að hann talaði til fólks og sumt fólk fer með ríkisvald. Tolstoy færi mörg rök fyrir því að Jesús vildi afnema ríkisvald og vísar ég í bókina. Ég hef m.a. dregið þá ályktun af bókinni að þeir sem sækjast eftir valdi yfir fólki hafi óttast mjög boðskap Jesús og hafi þess vegna búið til mjög flókna útgáfu af kristni til þess að draga athygli frá boðskapi hans. Þeir hafi einnig látið fólk halda að þeir séu einhverskonar milliliðir á milli guðs og almennings. Þetta gildir bæði um kirkjur og konungsveldi t.d. er ,,Dieu et mon droit”  kjörorð Breska konungsveldisins. - Að lokum læt ég fylgja með myndband um tengsl Tolstoys við Doukhobors. http://youtu.be/oRArzjKBZds

Kristján H. Kristjánsson, 9.10.2011 kl. 21:39

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skoða þetta aftur á morgun; vil liggja yfir því; er þó ekkert efins í þessum málum!

Jón Valur Jensson, 10.10.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband