Leo Tolstoy, facebook og ríkisvald.

Þótt að Leo Tolstoy er einkum frægur fyrir skáldsögur þá skrifaði hann einnig mjög merkilega bók um túlkun sína á kristni. Bókin heitir: “The Kingdom of God Is Within You” og kom fyrst út 1894. Mohandas Gandhi (kallaður Mahatma sem merki hin mikla sál) ritaði í sjálfsævisögu sinni að þessi bók var ein af þremur ástæðunum fyrir því að hann ákvað að beita friðsamlegum aðgerðum gegn Breska heimsveldinu. Aðferðina nefndi hann; ,,Satyagraha” sem er sett af Sanskrit orðum sem merkja ,,sannleikur” og ,,ákveðni”. Baráttuaðferðir Martin Luther Kings og Nelson Mandela byggðust á þessari aðferði.

Tolstoy færir mjög góð rök fyrir því að í kristni fellst hvaða markmið mannkynið á að stefna að. Með vísan í fjallaræðuna leggur hann áherslu á að ekki má beita valdi gegn illsku (e. Non-resistance to evil by force). Þess vegna getur kristinn maður ekki verið hermaður. Auk þess færir Tolstoy rök fyrir því að Jesús boðaði að stefna ætti að því að hætta að vera með stjórnvöld, hvort sem þau byggjast á lýðræði eða einræði.

Auðvitað var facebook ekki til á tíma Tolstoys, en hann fjallar um annars konar miðlun upplýsinga með svipuðum áhrifum: ,,The more men are freed from privation; the more telegraphs, telephones, books, papers, and journals there are; the more means there will be of diffusing inconsistent lies and hypocrisies, and the more disunited and consequently miserable will men become, which indeed is what we see actually taking place.” Tolstoy telur að meginghlutverk hers er að vernda stjórnvöld gegn almenningi. Hann lýsir því hvernig bændur eru neyddir í her til þess að ráðast á bændur í öðrum ríkjum. Í dag er mögulegt að slíkir bændur eru fésbókarvinir og myndu neyta að ráðast á hvorn annan.

Ég er vanur því að líta á ríkisvald sem illa nauðsyn og líst þess vegna vel á túlkun Tolstoys. Fyrr í þessum mánuði fór ég á fyrirlestur Dr. Robert David Putnam, sem er stjórnmálafræðingur og prófessor við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann sagði m.a. að eftir að hann fékk kosningarétt þá hefur traust almennings á ríkstjórn þar hrunið úr 85% í 15%. Hérlendis hefur einnig dregið verulega úr trausti til ríkisstjórnar og Alþingis. Áður fyrr var einræði sjálfsagt en í dag þykir lýðræði sjálfsagðarar. Spurning hvað mun taka við af lýðræði?
mbl.is Samfélagsmiðlar mikilvægari en ríkisstjórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það gleymist svo lítið í umræðum að það eru ekki ríkistjórnir sem stjórna nema að takmörkuðu leiti.

Það eru lögin sem gilda í hverju landi, sem stjórna og framkvæmdavaldið verður að fara eftir þeim.

Þessvegna er úrslitavaldið að ráða því hvernig löggjöfin er úr garði gerð.

Þingbundið lýðræði er á Íslandi.

Lýðræðið er seinvirkt og þess vegna hefur því verið skipt niður í fulltrúalýðræði og beint lýðræði=þjóðaratkvæaðgreiðsla.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.10.2011 kl. 21:55

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Vegna þingbundins lýðræðis hér ræður meirihluti þingmanna hvernig lögin eru og hverjir fara með framkvæmdarvaldið. Yfirleitt eru það nokkrir stjórnarþingmenn sem mynda ríkisstjórn. Þannig að í raun er það ríkisstjórnin sem ræður öllu.    

Kristján H. Kristjánsson, 21.10.2011 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband