Bankar fá að drepa vel rekin fyrirtæki

Mér finnst fáranlegt að Kaupþing, sem heitir núna Arion banki vegna Íslenska kennitölutrixsins, og er eitt af bönkunum sem ábyrgð á efnahagshruninu fái að reka fyrirtæki, sem hefur ekkert með bankarekstur að gera. Það er gróft brot gegn frjálsri samkeppni sem fellst m.a. í því að vel rekin fyrirtæki lifa af en illa rekin fara á hausinn. Það er mjög sérkennilegt að fyrirtæki, sem fara á hausinn hérlendis, fái peninga frá banka til þess að drepa sambærileg fyrirtæki, sem fóru ekki á hausinn vegna skynsamlegrar reksturs. Sem sé ílla rekin fyrirtæki fá peninga til þess að drepa vel rekin fyrirtæki. Ef einstaklingar og fyrirtæki ákveða að refsa Arion bankann með sniðgöngu þá fær bankinn bara peninga frá ríkinu, þ.e. skattgreiðendum. Nauðsynlegt að Samkeppniseftirlitið bregðist skjótt við slíku til þess að koma í veg fyrir að vel rekinn fyrirtæki séu drepin með þessum hætti, en því miður er þetta eftirlit allt of hægvirkt og veit ég ekki ástæðun fyrir því.
mbl.is Óhjákvæmileg áhrif á samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband