Hugleiðingar um seina afgreiðslu og sérstakt hæfi

Mér finnst sérkennilegt að það er verið að flytja fersk egg til Íslands vegna þess að flutningskostnaðurinn hlýtur að vega upp á móti etv. lægra verði hérlendis. Mér finnst sjálfsagt að þegar frestur fyrir stjórnvöld til þess að svara umsókn er útrunninn þá ber að lýta á þögnina sem samþykki. Það myndi veita stjórnvöldum alvöru aðhald og mætti setja ákvæði um þetta í Stjórnsýslulögunum. Einnig er ég að velta fyrir mér hvort ráðherra sé vanhæfur til þess að afgreiða umsókn ef hann tjáir sitt neikvæða áliti á umsókn í fjölmiðlum áður en búið er að afgreiða hana. Alþingismenn eiga að  setja skýr og ótvíræð lög og hlutverk ráðherra er einungis að fara eftir þeim sem framkvæmdarvald án þess að persónulegar skoðanir þeirra hafi áhrif. Ég efast t.d. um að Ögmundur sé hæfur til þess að afgreiða umsókn Huang Nubo vegna þess sem stendur um sérstakt hæfi í Stjórnsýslulögunum nr. 37/1993 í 3. gr. 6. töluliðs: ,,Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.”
mbl.is 3 ár og 8 mánuði að fá leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband