Heimskuleg gagnrýni

Það er nú frekar öðrum Evruríkjum að kenna að þau hafi ekki sóst eftir samkeppnishæfni og minna atvinnuleysi með því að hafa laun í lágmarki og framleiða eitthvað sem er eftirsótt erlendis, t.d. í Asíu. Þjóðverjar gera sér grein fyrir að þeir taka þátt í alþjóðaviðskipti og þurfa að vera samkeppnishæfir. Fáranlegt að fullyrða að þeir beri ábyrð á evrukrísuna vegna skynsemis og dugnaðar.
mbl.is Evrukrísan Þjóðverjum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sérstök gagnrýni.  Þjóðverjar búnir að gera heimavinnuna sína og þá er það þeim að kenna að öðrum gengur illa.

Það var búið að vera ljóst lengi, lengi að önnur ríki þurftu einnig að gera heimavinnuna sína en þau gerðu ekki neitt.

Ég er búinn fylgjast með í Þýskalandi frá því að ég fékk mér sjónvarp í Sviss.  Það var rétt áður en að Schröder tók við.  Síðan þá er ég búinn að vera að fylgjast með og einnig eftir að ég fór að búa og starfa í Þýskalandi.

Þjóðverjar voru alltaf beðnir um að taka þátt í partíinu sem hin ríkin tóku þátt í.  Þýskaland var alltaf "Schlusslicht" í öllu.  En svo þegar partíinu lauk, þá er það auðvitað þeim að kenna sem ekki tók þátt.  

Fín gagnrýni eða hitt þó. 

Stefán (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 13:33

2 identicon

Og það er líka greinilegt, að það eru ekki allir að vinna vinnuna sína hjá ILO og sennilega vegna andlegs getuleysis. Eru starfmenn ILO ráðnir pólutískt? Eigum við von á Össuri eða Ingibjörgu þarna í framtíðinni.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 14:11

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þú ert ekki alveg að skilja þetta end mjög illa þýdd grein.

Þannig er að vegna þess að þjóðverjar nota nágranna sína til þess að niðureiða sinn eigin gjalmiðil (evru) þá hafa þeir getað flutt meira út en inn í nú seinni ár, eða verið með jákvæðan viðskiptajöfnuð án þess að gengi evru styrkist mikið. Kínverjar eru líka með mjög útflutningsdrifið hagkerfi munurinn er hinnsvegar sá að til þess að gengi yuansins styrkist ekki svo mikið að markaðir þeirra lokist hafa þeir þurft að kaupa ríkiskuldabréf af sínum viðskiptalöndum sem þeir svo geta í raun ekkert gert við því ef þeir selja þá styrkist yuanið og hagkerfið þerra stoppar.

Evran gerir það hinsvegar að verkum að þjóðvejar senda í raun reikninginn til annara hagkerfa á evrusvæðinu.

Guðmundur Jónsson, 24.1.2012 kl. 18:13

4 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Sæll Guðmundur - Fréttin virðist byggða á ,,Global Employment Trends 2012 - Preventing a deeper jobs crisis” frá ILO, bls. 46. Þótt að þar er fjallað ítarlegra um þetta er ég ekki sammál þér að greinin sé mjög illa þýdd og að ég sé ekki að skilja þetta. Þar er ekki fjallað um að þjóðverjar nota nágranna sína til þess að niðurgreiða sinn eigin gjalmiðil (evru), enda átta ég ég mig ekki hvernig þeir fara að því að nota nágranna sína þannig og hvort það samræmist ESB/Euro samningnum. Ég efast ekki um að Kínverjar vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Þeir vilja frekar kaupa arðvænleg fyrirtæki í Evrópu en að henda peningum í evrusvartholið. Sá mjög áhugavert viðtal við Jin Liqun, forstjóri China Investment Corporation, sem er fjárfestingasjóður Kínverska ríkisins, telur það ekki vera arðvænlegt að fjárfesta í European Financial Stability Fund (IFSF), nema breytingar verða gerðar á vinnulöggjöf og velferðarkerfum í Evrópu. Ástæðan er sú að það vantar hvata til þess að vinna, t.d. í sumum ríkjum þarf fólk að vinna til 65 ára aldurs og jafnvel lengur en í öðrum ríkjum getur það farið á eftirlaun 55 ára. Jin var áður aðstoðarfjármálaráðherra og varaforseti Asian Development Bank. Hann stjórnar 400 milljarðar dollara fjárfestingasjóð ríkisins.

Kristján H. Kristjánsson, 25.1.2012 kl. 01:49

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég bætti því við að þjóðverjar noti nágranna sína til að greiða niður eigin gjaldmiðil.

Þetta er kannski ekki viljandi gert heldur er þetta bara ein af aukaverkunum hinnara "stöðugu" evru.

Guðmundur Jónsson, 25.1.2012 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband