Ég hef sjálfur verið nauðgur í bifreið

Árið 2008 pantaði ég leigubifreið í Boston. Skömmu eftir að akstur hófst rétti leigubílstjórinn mér áfengisflösku, sem kom mér á óvart og afþakkaði. Þá trylltist hann og ók á ofsahraða á móti einstefnu, tvisvar á móti rauðu ljósi og rásaði m.a. meðfram sjó. Ég var skelfingulostinn þegar ég gerði mér grein fyrir að hann var ölvaður og hugleiddi hvernig ég kæmist úr bifreiðina eða í hvaða stellingu ég ætti að vera ef ég sæi fram á árekstur eða bifreiðin lenti í sjónum. Ég sat í aftursætinu og var gegnsær veggur á milli míns og bílstjórans, þannig að ég gat ekki beitt afli til þess að stöðva aksturinn. Ég gaf honum mjög hvassa skipun um að stoppa sem hann gerði, henti nokkrum seðlum til hans og hljóp út. Ég varð að taka annan leigubíl vegna þess að ég var að flýta mig út á flugvöll og áður kannaði ég hvort ökumaðurinn virtist ódrukkinn. Á leiðinni lét ég lögregluna vita, sem sagði mér að láta einnig leigubílstöðina vita sem ég gerði. Á flugvellinum náði ég tali af lögreglumanni og skýrði honum frá hinum ölvaða leigubílstjóra. Ég hef ferðast um mörg hættuleg lönd en aldrei orðið jafn hræddur og þennan dag í Boston.
mbl.is Nauðugur farþegi í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband