31.1.2012 | 00:09
Mjög gott mál
Kínverjar hafa ávallt reynst okkur vinarþjóð ólíkt t.d. Bretum sem hafa beitt okkur ofbeldi í þorskastríðum og sett okkur á lista yfir hryðjuverkasamtök. Margir telja að Kína mun verða aðalstórveldið á þessari öld á meðan ESB og BNA eru á niðurleið og er þess vegna gott að Kína vil eiga góð samskipti við okkur. Talið er að bráðum verða kínverjar flestir ferðamenn í heiminum og getur efnahagur Ísland notið góðs af því. Bæði Kína og Ísland eru mjög falleg en ólík lönd.
Kínverjar vilja nálgast Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
En spurningin afhverju vill Kína vingast við okkur? Ekki láta þér detta í hug í eina sekúndu að það sé ekki eitthvað sem þeir vilja sækja til okkar. Er það vatn? Það getur vel verið að það sem þeir eru að sækja til okkar sé allt hið besta mál eina sem ég á við að það hlýtur að vera eitthvað. Þú gerir ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn...
Pálmi (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 00:16
Sé svo sem ekkert athugavert við það að þeir vilji sækja eitthvað til okkar. Veit ekki til að við séum eitthvað að sækja í aðrar þjóðir nema til að vilja njóta góðs af.
Anna Guðný , 31.1.2012 kl. 10:16
Það er bara eðilegt í samstarfi ríkja að bæði njóta góðs af, m.a. í viðskiptum og menningu. Ég veit að viðskipti t.d. Braselíu, Malasíu og Ástralíu við Kína hafa reynst þessum þjóðum mjög vel. Mér finnst að framkoma Kína gagnvart okkur hefur verið mun betri en mörg vestræn ríki, sem hafa verið með hótanir, ofbeldi og yfirgang gagnvart okkur. Ég er sannfærður um að samstarf okkar við Kína á ákveðnum sviðum getur verið báðum til farsældar.
Kristján H. Kristjánsson, 31.1.2012 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.