14.2.2012 | 00:08
Sýning Vísindakirkjunnar m.a. um lyfjanotkun stjarna
Vísindakirkjan hefur gagnrýnt geðlækningar, m.a. notkun geðlyfja og telur sig vera með réttu lausnina. Mér skilst að kjarninn í trú eða hugmyndafræði þeirra er að hjálpa fólki að greina eitthvað atvik í lífi þeirra, sem hefur haft neikvæð áhrif á líf þeirra seinna. Virðist eiga skylt við bældar minningar sem mikið hefur verið rætt um hérlendis. Hér er vefur sýningar hennar um geðlækningar, m.a. áhugavert myndband um sögu hennar, m.a. um hve margar stjörnur hafa látist vegna geðlyfjanotkunar. Sýningin var gerð áður en sá fjöldi stjarna hefur látist sem eru nefndir í fréttinni því miður. Ég veit að meðferð geðsjúklinga áður fyrr var mjög slæm þannig að ég sá ekkert rangt í sýninguna þegar ég sá hana í Los Angeles. Þótt að ég hafi mikinn áhuga á trúarbrögðum finnst mér rétt að taka fram að ég er ekki í Vísindakirkjunni og veit persónulega um tilvik þar sem geðlyf hafa veitt einstaklingum betra líf. Myndbandið er í nokkrum pörtum, hvert um 7 mínútur og þarf að smella á Continue hægra megin fyrir neðan.
http://www.cchr.org/museum.html%23/museum/intro#/museum/intro
Sláandi myndir af hótelherbergi Whitney Houston | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Vísindakirkjan hefur ekkert fram að færa.. þetta er púra cult; Og já ölkum og fíklum hefur verið komið í meðferð með Xenu.. með skelfilegum afleiðingum.
Það sem vísindakirkjan hefur á móti geðlyfjum og geðlæknum er bara það að LRon Hubbard var ofurgeðsjúklingur og ruglukollur..
HVer sá sem plöggar vísindakirkju, er geðveikur, hefur verið gerður geðveikur.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 07:42
Þess má líka til gamans geta að Vísindakirkjan(Andskoti íronískt nafn btw) er á móti öllum lyfjum ekki bara geðlyfjum en L. Ron Hubbard stofnandi vísindakirkjunnar var samt sem áður heljarinnar eiturlyfjafíkill og eyddi víst vikum saman á snekkjunni sinni að taka lyf í öllum regnbogans litum.
Einnig er vart að nefna að Whitney Houston lést ekki vegna notkunar geðlyfja heldur vegna þess að hún blandaði einhverjum pillum við áfengi og það er vel þekkt að geta valdið andláti.
Að auki er ég heilshugar sammála honum DoktorE hér að ofan.
Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.