29.2.2012 | 14:31
Ég sá einnig Álfheiði steyta hnefa á lofti í glerganginum
Ég sá Álfheiði steyta hnefa á lofti í glerganginum þegar einna mestu lætin voru. Mig minnir að það hafi verið í fréttum að þegar búsáhaldabyltingin var, þá gagnrýndi þingmaður VG (Steingrímur J. og/eða Atli) að lögreglan fékk að borða í Alþingishúsinu, en þeir þurftu að standa mjög langar og erfiðar vaktir við að verja vinnustað þeirra. Mér finnst að eftirlitsnefnd Alþingis ætti að taka til rannsóknar hegðun þingmanna m.a. með því að kalla aðra þingmenn og lögreglumenn fyrir nefndina og fá botn í þetta mál.
Brosti og hvatti fólk áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Aðgerðunum á Austurvelli var stjórnað úr þinghúsinu skv. Geir Jóni Þórissyni. Ok, í ljós hefur komið að Steingrímur Joð brosti heimskulega út um gluggann þegar hann gekk eftir innanhúss-svölum án þess að stoppa að því er virðist en Álfheiður gerðist svo bíræfin að hún stoppaði á göngunni eftir nefndri brú og veifaði út um gluggann. Ekki er vitað á þessari stundu í hvern hún var að veifa en skv. túlkun lögregluþjóna utan hússinn var veifið mjög hvetjandi og espaði upp rólegasta fólk sem hreinlega missti þvag af geðshræringu. Lögregluþjónarnir tveir (sem njóta nú vitnaverndar í Kuala Lumpur) staðfesta grafalvarleg ummæli Geirs Jóns svo það er ljóst að Álfheiður mun hafa stjórnað byltingartilraun á Íslandi sem hefði getað leitt til borgarastyrjaldar ef löggan hefði ekki hlýtt dagskipuninni um að berja nú hressilega á þessu hyski á Austurvelli sem var sko alls ekki þjóðin.
corvus corax, 29.2.2012 kl. 15:18
Aðgerðunum á Austurvelli var stjórnað úr þinghúsinu skv. Geir Jóni Þórissyni. Ok, í ljós hefur komið að Steingrímur Joð brosti heimskulega út um gluggann þegar hann gekk eftir innanhúss-svölum án þess að stoppa að því er virðist en Álfheiður gerðist svo bíræfin að hún stoppaði á göngunni eftir nefndri brú og veifaði út um gluggann. Ekki er vitað á þessari stundu í hvern hún var að veifa en skv. túlkun lögregluþjóna utan hússinn var veifið mjög hvetjandi og espaði upp rólegasta fólk sem hreinlega missti þvag af geðshræringu. Lögregluþjónarnir tveir (sem njóta nú vitnaverndar í Kuala Lumpur) staðfesta grafalvarleg ummæli Geirs Jóns svo það er ljóst að Álfheiður mun hafa stjórnað byltingartilraun á Íslandi sem hefði getað leitt til borgarastyrjaldar ef löggan hefði ekki hlýtt dagskipuninni um að berja nú hressilega á þessu hyski á Austurvelli sem var sko alls ekki þjóðin.
P.S. Löggugreyin eiga skilið að fá að éta hvar sem þeir eru neyddir til að berja á helvítis skattgreiðendunum.
corvus corax, 29.2.2012 kl. 15:27
Var Álfheiður Ingadóttir kanske í Líbýju á síðasta ári...
Vilhjálmur Stefánsson, 29.2.2012 kl. 16:06
Sá sem skrifar þarna undir dulnefni, getur þess að það fólk sem safnaðist saman á Austurvelli hafi ekki verið þjóðin. Þetta er eins og tilvitnun í orð Ingibjargar Sólrúnar. Þetta má til sanns vegar færa. Þetta var miklu vinstri sinnaðra fólk en þjóðin almennt, en þetta kom fram í nýlegri rannsókn. Allt annað var eins og þverskurður af þjóðinni: menntun, aldur, kyn, tekjur, skuldir og ég man ekki hvað.
Skúli Víkingsson, 29.2.2012 kl. 16:09
Þetta eru nú meiri samsæriskenningarnar.
Hvað með það þó svo að einhverjir þingmenn hafi talað við einstaka mótmælendur eða sýnt þeim samstöðu með öðrum hætti ?
Hvað var eiginlega glæpsamlegt við það, jafnvel þó svo að vinstri maður hafi talað við meintan vistri mann ?
Ef að svo væri þá mætti alveg eins ákæra alla þá sem tóku þátt í mótmælunum við Austurvöll !
Þó ég mæli ekki ofbeldi bót með neinum hætti, hvorki lögregluofbeldi né borgaralegu ofbeldi þá er ég samt sem áður mjög stoltur af þeim tugþúsundum íslendinga sem tóku þátt í þessum réttmætu reið mótmælum.
Þar á meðal eldhressri móður minni sem er á áttræðis aldri og tók af fullum krafti þátt í þessum mótmælum, en er reyndar líka Vinstri Græn.
En svo sannarlega hún er samt enginn ofbeldisfullur skæruliði, né að hún hafi tekið þátt í einhverju skipulegu ofbeldi þingmanna VG !
Þetta er nú meira endemis ruglið !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 17:53
Ástandið var stundum mjög alvarlegt og taldi ég að blóðug bylting og valdarán gæti orðið á Íslandi. Þegar slíkt hættuástand var eiga þingmenn auðvitað ekki að auka enn á hættuna t.d. með ögrandi framkomu vegna þess að þeir hafa unnið drengskaparheit að stjórnarskránni, þar sem er m.a. fjallað um stjórnskipun ríkisins.
Kristján H. Kristjánsson, 29.2.2012 kl. 19:01
„Ég var nú bara að svara spurningu sem að mér var beint. Ég er nú vanur því að skrökva ekki og ég svara því sem að mér er rétt," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ummæli hans um að einstakir þingmenn hafi verið í sambandi við mótmælendur í Búsáhaldabyltingunni sem varð aðdragandi þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar lagði upp laupana hafa verið harðlega gagnrýnd. Meðal annars hefur Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Álfheiður Ingadóttir, þingmaður flokksins, gagnrýnt þau.
Geir Jón segist hafa verið að lýsa mótmælum eins og þau voru þriðjudaginn 20. janúar 2009 og 21,. janúar 2009. „Það voru bara þessir tveir dagar sem ég var að segja frá. Síðan eru menn búnir að vera að tala um að ég hafi verið að tala um alla búsáhaldarbyltinguna. Það var ekki það sem ég var að tala um," sagði Geir Jón.
Nú hefur Ragnar Þór (Maurild) komið fram og lýst símtali, sem er efnislega á sama hátt og þær sögur sem hafa verið í gangi:
Rauða Ljónið, 29.2.2012 kl. 19:13
Hmmm... og ég sá mömmu kyssa jólasvein... Varðar það ekki líka við lög?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.