Siðareglur Democratic Allicance í Suður Afríku

Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í kosningabaráttu Democratic Alliance í Suður Afríku. Mér þótti merkilegt að frambjóðendur eiga að undirrita siðarreglur og ef þeir eru kosnir, t.d. á þing, og brjóta reglurnar þá er málið tekið fyrir hjá siðarnefnd. Afleiðingin getur verið sú að þeir eru reknir úr flokknum, sem þýðir að þeir missa einnig þingsætið vegna þess að þeir eru fulltrúar flokksins. Þessar siðarreglur er einn helsti styrkleiki flokksins gagnvart ANC, sem þykir mjög spilltur. Þegar ég ræddi við nokkra íbúa um stjórnmál, án þess að þeir vissu að ég tengdist DA, kváðust þeir allir styðja flokkinn vegna þess að hann er áreiðanlegur og vel skipulagður. Hérlendis eru þingmenn aðeins bundnir af sannfæringu sína. Þess vegna geta þingmenn hætt í stjórnmálaflokki, þótt að félagar í honum hafa lagt mikla vinnu í að koma þeim á þing. Einnig geta þeir haldið áfram á þingi þótt að þeir hafi brotið siðferðislega af sér t.d. með óheiðarleika. Rætt er um að kjósendur munu ekki kjósa þá í næstu kosningum, en vandinn er sá að margir kjósendur hafa þá gleymt siðferðisbrotunum.
mbl.is Falið að klára siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband