3.7.2012 | 11:22
Skýrsla um luxusferðalög kínverja
Hurun Report fjallar um ríkustu Kínverja og þar var í fyrra vísað í mjög áhugaverða skýrslu um framtíð luxusferðalaga; The Future of Luxury Travel, A Global Trends Report,. Hún var unnin af Horwath HTL fyrir International Luxury Travel Market. Mér finnst margt í henni eiga við um Ísland t.d. er mælt með Patagoníu í Chile/Argentínu. Ég var s.l. vor syðst Patagoníu og margt þar minnir á Ísland. Eftir að ég las skýrsluna tel ég það vera frumleg sníldarhugmynd hjá Huang Nu Bo að byggja luxushótel á Grímsstöðum. Slíkar hugmyndir bera oft meiri árangur en að apa eftir öðrum. Einu sinni græddu nokkrir á myndbandaleigur og þá fóru margir að opna slíka leigur þannig að flestir töpuðu. Sama held ég að muni gerast með hótel í Reykjavík, en ég heyrði hjá einum sem starfa við ferðamennsku að Rússneskir auðmenn vilja ekki gista austar en Hótel Rangá vegna þess að þar eru engin luxushótel.
Hurun Report er með mjög áhugaverða skýrslu sem heitir; The Chinese Luxury Traveler White Paper 2012., en þar eru m.a. ljósmyndir teknar af Huang Nu Bo. Þar kemur fram að kínverskir ferðamenn eru um 20% á heimsvísu af þeim sem kaupa tax-free. Þeir kaupa mikið af dýrum luxusvarningi. Ég hef lesið áhugaverðar rannsóknir um hvað telst luxusvarningur m.a. handverk og fágæti. Varðandi íþróttir hafa kínverskir auðmenn m.a. sérstakan áhuga á golf, sund og fjallgöngur, sem auðvitað passar mjög vel við Ísland.
http://img.hurun.net/hmec/2012-06-04/201206040930327901.pdf
Klára samninga við Huang í ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.