Sammála fjármálaráðherranum.

Þótt að ég hef engan áhuga á að ganga í ESB, er ég sammála honum. Ég skil Þjóðverja mjög vel að þeir vilja ekki lána Grikkum meira peninga eða styrkja  nema þeir ráði hvernig þeir nota þá ásamt ströngu eftirliti. Þeir sem lána vilja auðvitað gera ráðstafanir til þess að fá peningana ásamt vöxum til baka, sérstaklega þegar engin ástæða er til þess að treysta lántakanda.   

Þjóðverjar hafa almennt orð á sig fyrir að vera vinnusamir, skipulagðir og agaðari. Mér þótti þess vegna merkilegt að taka eftir þessum eiginleikum í Þýskum samfélögum í Suður Ameríku þegar ég var þar s.l. vetur/vor. Meðal annars vegna slæms stjórnmálaástands í Þýskalandi settust margir að í Puerto Varas og nágrannabyggðum í Chile um 1851 í boði ríkisstjórnar þar. Á Þýska klubbnum í Puerto Varas sá ég tilvísun á vegg þar sem stóðar að þeir ætla að verða jafn vinnusamir og heiðarlegir og bestu Chilebúar. Verslunareigandi þarna sagði mér að hann lærði vinnusemi af Þýsku ömmu sinni, en hann væri einnig af Suður Evrópskum ættum þar sem meiri áhersla væri á að njóta lífsins. Einnig heimsótti ég Filadelfia í Paraguay þar sem Mennonitear settust að eftir að hafa flúið frá Rússlandi og seinna Sovétríkjunum þegar það varð til. Þeir fengu að setjast að á harðbýlasta svæðinu í Paraguay og hafa byggt upp öflugt samfélag. Þeir komu upphaflega frá Þýskumælandi löndum og tala Plattdeutsch. Ég tók eftir að þau samfélög sem vegna vel í Suður Ameríku leggja sérstaka áherslu á heiðarleika, en fyrir utan Þýska samfélagið í Chile, eru það Braselíumenn og Uruguyar. Þetta er ekki vísindaleg rannsókn heldur byggist aðallega á spjalli við fólk.


mbl.is Vill að ESB fái ríkisstjórn og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband