Ófagmennska Ögmundar

Hlutverk ráðherra er að haga störfum sínum nákvæmlega samkvæmt lögum, sem Alþingi setur og án þess að persónulegar skoðanir og hugsjónir hafa áhrif á störf þeirra. Það að Ögmundur vill að ríkisstjórnin afturkalli leyfi er dæmi um að ,,..geðþóttaákvarðanir stjórnvalda og ófagleg stjórnsýsla er meðal þess sem stendur í vegi fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi” skv. skýrslu starfhóps sem Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, skipaði. Þeir sem vilja vera með stofna til atvinnureksturs hérlendis verða auðvitað að fara eftir Íslenskum lögum og verða að treysta að ráðherrar gera það einnig. Einnig verða þeir að geta treyst því að leyfi sem þeir hafa fengið verða ekki afturkölluð vegna hugsjónar einstakra ráðherra.  

mbl.is Beitir sér gegn áformum Huangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er ekki einfaldlega um "hugsjón einstaks ráðherra" að ræða, Kristján, heldur þjóðarhagsmuni. Þú ættir að lesa grein Elínar Hirst í Morgunblaðinu í gær: Hættuleg ráðagerð,* og skrif Einars Benediktssonar, fyrrv. sendiherra, í bæði Mbl. og Fréttablaðinu.

Það er fyllsta ástæða til að endurskoða lög um þessi efni í því ljósi, að hér hafði skapazt óvænt glufa fyrir útsendara stórveldis til að koma sér fyrir á Íslandi með stórfelld áform sem ekki virðist mikið viðskiptavit í og um leið auðvelt að misnota í þágu geopólitískra áforma stórveldisins. Þar að auki hefur verið upplýst um það í Rúv-frétt, að Huang Nubo er margsaga um viðskiptaáætlun sína varðandi Grímsstaði, sjá hér á Rúv-vefnum fyrir þremur dögum: Huang Nubo margsaga (vefgrein sem opin er öllum og afhjúpar manninn í raun).

Ef einhverjir ráðherrar hafa stundað "geðþóttaákvarðanir og ófaglega stjórnsýslu" eru það fyrst og fremst ráðherrar Samfylkingar, með Jóhönnu í fararbroddi, sem braut stjórnarskrána í 1. sinn nýkomin í embættið (ofurlaunaða) með skipan útlenzks seðlabankastjóra, en Katrín Júlíusdóttir, sem gegnt hefur störfum iðnaðarráðherra, er þar ekki undanskilin, og situr mönnum í minni aðkoma hennar að Magma-málinu.

* Þar segir m.a. í byrjun:

""Það er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting í Kína. Allir þessir svokölluðu kínversku fasteignajöfrar sem fjárfesta á erlendri grundu eru háttsettir núverandi eða fyrrverandi embættismenn í kínverska kommúnistaflokknum. Hvert eitt og einasta þessara fjárfestingarfyrirtækja er með deild eða sellu í kínverska kommúnistaflokknum á bak við sig. Kínverska ríkisstjórnin getur yfirtekið þessi fyrirtæki hvenær sem er.“ Þetta segir Miles Yu umsjónarmaður fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times."

Jón Valur Jensson, 27.7.2012 kl. 11:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð færsla Kristján.

Innleggið hér að ofan er hinsvegar lýsandi fyrir mann sem er fyrirmunað að skilja á milli eigin jaðarskoðana og þjóðarhags.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2012 kl. 11:52

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég tek heilshugar undir orð Jón Vals hérna vegna þess að það er núverandi Ríkisstjórn sem er ekki búin að fara að lögum varðandi þetta mál og hefur hún frekar gert hinar og þessar breytingar og ívilanir til þess eins að þurfa ekki að fara að þeim lögum til þess að geta gert það sem hana langar til algjörlega burt séð frá hag Þjóðarinnar í því og ef rétt ætti að vera rétt þá á Huang Nupo og þeir sem að baki hans standa ekki að geta keypt jörð hér á Landi. Ef eitthvað á að vera þá á að leyfa útlendingum að kaupa blokkaríbúðir fyrir sig til eignar ef það er málið...

Ef Ísland er að kalla á þennan mann vegna þess að hér vilji hann búa þá á hann fara rétta leið í því eins og aðrir sem það þurfa að gera og byrja á því að sækja um dvalarleyfi hér og síðan eftir lögbundin tíma þá sækja um Íslenskan Ríkisborgararétt og eftir að hann er fengin þá opnast glugginn fyrir Jarðarkaup á réttan og heiðarlegan hátt hjá þessum manni...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.7.2012 kl. 12:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er ekki neitt sem heitir einkafjárfesting í Kína. Jón Valur segir réttilega,,hér hefur skapast óvænt glufa fyrir útsendara stórveldis til að koma sér fyrir á Íslandi osfrv... Þori að fullyrða að meirihluti Íslendinga er á móti þessum gjörningi.

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2012 kl. 12:10

5 identicon

"Einnig verða þeir að geta treyst því að leyfi sem þeir hafa fengið verða ekki afturkölluð vegna hugsjónar einstakra ráðherra".  Hefði þá ekki ráðherrann, Katrín Júlíusdóttir átt að fara eftir, og láta úrskurð Ögmundar standa, þegar hann neitaði Núbó um undanþáguna. Það, að "leiðbeina" aðilum við að fara í kringum úrskurði ráðherra og íslensk lög (sbr. Magma-málið) er auðvita lögleysa og ætti í það minnsta að gefa þeim ráðherra sem stendur fyrir slíkum gjörningum áminningu, jafnvel reka þá. En meðan þetta samræmist skoðunum og kannski hagsmunum síðuhafa, þá virðist þetta vera í lagi. Katrín má fara eftir sínum "hugsjónum", en Ögmundur ekki. Meiri vitleysan í þér.

Norðlendingur (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband