17.8.2012 | 11:16
Væri slík hegðun refsiverð hérlendis?
Eftir að hafa séð myndband af ruddalegri hegðun þeirra í kirkju held ég að slíkt gæti einnig verið refsivert hérlendis, t.d. skv. 125. gr. og 233 gr. almennra hegningalaga. Þótt að þær segjast hafa verið að mótmæla Putin var þetta frekleg innrás á helgum stað þar sem fólk iðkar trú sína. Fyrir marga er trúarbrögð síðasta hálmstráið í lífi þeirra og m.a. kirkjur mikilvægt andlegt athvarf fyrir þá. Merkilegt að ungliðahreyfing Amnesty International skuli styðja slíka hegðun.
Vilja frelsa Pussy Riot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Þvílíkt bull.
Rokktónleikar hafa margoft verið haldnir í íslenskum kirkjum.
Mótmæli hafa líka farið fram við íslenskar kirkjur.
Enginn hefur verið handtekinn fyrir það, allavega ekki á þessari öld.
Hinsvegar hafa gerspilltir og óguðlegir stjórnmálamenn þessa lands þann leiða sið að sölsa undir sig æðsta guðshús landsins sjálfa dómkirkjuna, með reglulegu millibili til að halda þar sínar ókristilegu seremóníur.
Er það þá ekki frekleg innrás á helgan stað sem ætti að vera refsiverð?
Eða ert þú kannski fyrirfram búinn að ákvarða hvað sé guði þóknanlegt?
Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2012 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.