Væri slík hegðun refsiverð hérlendis?

Eftir að hafa séð myndband af ruddalegri hegðun þeirra í kirkju held ég að slíkt gæti einnig verið refsivert hérlendis, t.d. skv. 125. gr. og 233 gr. almennra hegningalaga. Þótt að þær segjast hafa verið að mótmæla Putin var þetta frekleg innrás á helgum stað þar sem fólk iðkar trú sína. Fyrir marga er trúarbrögð síðasta hálmstráið í lífi þeirra og m.a. kirkjur mikilvægt andlegt athvarf fyrir þá. Merkilegt að ungliðahreyfing Amnesty International skuli styðja guðlast.


mbl.is Pussy Riot sakfelldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðlast.. það er fáránlegt að það sé hægt að dæma fólk fyrir slíkt. Aðeins villimenn dæma fólk fyrir guðlast

DoctorE (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 11:41

2 Smámynd: el-Toro

sammála þér.  ég mundi halda að þær hefðu verið handteknar hér á landi líka...spurning um hvort dómurinn yrði svo stór hér á landi...

Ammnesty er ekkert annað en bákn...innmúrað inn í vestræna utanríkisstefnu...sirka 80% af þessum áköllum þeirra, er til landa sem eru "EKKI" undir hæl okkar...

...ég skora á alla að skrá sig í áköllin þeirra og sjá fyrir sig sjálft....þeir bjóða upp á þetta við verslanir út um alla Reykjavík.

el-Toro, 17.8.2012 kl. 11:45

3 identicon

Breytir það einhverju hvað þetta kallast? Ef fólk brýst inn á stað í óleyfi hefði ég haldið að það væri refsivert. Þær hefðu alveg getað haldið þessi mótmæli á almannafæri. Annars finnst mér guðlast fáránlegt fyrirbæri. Hægt er að gefa skít í allar skoðanir, sama hversu kærar þær eru manni, svo lengi sem þær tengjast ekki trúmálum.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 11:55

4 identicon

Algert djók.. ef einhver er með eitthvað sem gæti kallast guðlast þá er það russneska kirkjan og yfirmenn hennar.. þessir gúbbar synda í seðlum og lúxus.
Mér sýnist sem svo að nú sé rússland að fara í gegnum það sem vesturlönd fóru í gegnum fyrr á tímum.. þar sem kirkjan traðkaði á fólki, lokaði það inni fyrir guðlast og myrti ótal manns

DoctorE (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 12:03

5 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Trúabrögð eru skelfilegt böl fyrir heimin, mikið svakalega væri heimurin mikið betri án þeirra.

Jóhann Hallgrímsson, 17.8.2012 kl. 12:11

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jóhann, þú gætir eins sagt; "bílar eru skelfilegt böl fyrir heiminn". .... öll þessi umferðarslys

Þeir sem fordæma trúarbrögð í heild sinni vita ekkert um þau eða starfið sem þar fer fram (og hefur farið fram) heldur einblína á það neikvæða, sem vissulega er líka fyrir hendi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.8.2012 kl. 12:19

7 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Eg vil einfaldlega meina að það sé vanþekking á trúa á skeggjaðan kall í skýjunum sem barnaði konum með sjálfum sér og lét svo fórna sér til að frelsa mannkynið frá synd sem hann sjálfur setti á mannkynið vegna þess að eina konan í heiminum var plötuð af talandi snák.  það er barnalegt að trúa því að heimurinn er 6000 ára og að nói hafi orðið 900 ára, það er auvelt að halda lengi vel áfram.

þar að auki hafa mun fleiri dáið vegna trúabragða í heiminum en vegna bíla.

Jóhann Hallgrímsson, 17.8.2012 kl. 12:25

8 identicon

Þá hefði kannski átt að skamma þær fyrir að raska ró í kirkjunni en guðlast?! Ætli þið tilbiðjið ekki málfrelsið á venjulegum degi, hræsnarar.

Sjá hér hvað þið eruð að tala um: www.vantru.is/gudlast/

Amnesty styður við málfrelsi og að segja himnadraugum til syndanna er hluti af því frelsi.

Halldór L. (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 12:37

9 identicon

Snýst þessi gjörningur ekki um virðingarleysi gagnvart náunganum og samfélaginu? Hvað vilja þær fá í staðinn? Þetta er eftirtektarsýki og ekta vinstri pólutískur gjörningur.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 12:44

10 identicon

Trúarbrögð eru krabbamein hugans... Það er ekki verið að einblína á hið neikvæða Gunnar.. Ekkert hefur skaðað mannkyn eins mikið og skipulögð trúarbrögð, ekkert hefur aftur af þróun og skipulögð trúarbrögð...

DoctorE (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 12:57

11 identicon

Þetta er ekki spurning um "guðlast" heldur að fótum troða tilfinningar annarra. Í rauninni gerðu þær það, óvirtu það sem milljónum saklauss fólks er hjartans mál. Skiptir engu  yfirstjórn kirkjunnar ,bitnar ekki á þeim. Alltaf tilhneiging að ofbeldi í hvaða mynd sem er bitni á þeim sem síst skyldi. Það eru mörk á því frelsi að tjá sig sem og  mannréttindum.  Má ekki ganga það langt að fótum troða,skíta og míga og hvað það allt heitir á allt og alla. Fólk á ekki bara rétt á hinu og þessu heldur ber það skyldur líka gagnvart öðrum,virðing m.a. Fullkomlega eðlilegt að mótmæla þeirri afturför sem virðist ríkja í Rússlandi en það má ekki bitna á röngum aðilum. Svo er auðvitað svívirðileg meðferð yfirvalda þarna á þeim í þessu máli. Engan veginn í takt við nútímann.

Sveinn (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 13:18

12 identicon

Það kemur illa við mínar tilfinningar þegar fólk gerir grín að jólasveinunum. Sendum alla þá sem gera grín að jólasveinum í fangelsi. Þetta hefur ekkert með málfrelsi að gera, ég hef bara ekki stjórn á skapi mínu og aðrir verða að gjalda fyrir það!

Halldór L. (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 13:49

13 identicon

Pólitík og trúarbrögð er eitt mesta böl mannkynsins.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 13:50

14 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

"Troða á tilfinningum annara" að segja manni að maður fer beina leið til helvitis nema ef maður trúi á eitthvað sem sannað er að er ekki satt, fyrir utan að algjörlega stórsæra bligðunarkennd manna er öruggjega að traðka á tilfiningum mínum.

Jóhann Hallgrímsson, 17.8.2012 kl. 16:36

15 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Fyrir utan hvé galin tŕuabrögð eru, ef kaþóska kirjan hefur rétt fyrir sér þá kemmst enginn af aðstandendum henni til himmnaríkis vegna þess að auður særir guð, og sama hvaða trúabrögð gætu verið rétt, þá fer alltaf vel rúmlega helmingur mankyns til helvitis.

túabrögð eru hugsunarvilla, í raun afsanna þau sig sjálf.

Jóhann Hallgrímsson, 17.8.2012 kl. 16:39

16 Smámynd: Linda

Hvað er Guðlast, þær fóru þarna inn, notuðu þá tjáningu sem þær aðhillast og kölluðu á Heilögu Maríu (Rétttrúnaðar kirkjan biður til hennar) og á sinn máta hrópuðu til Guðs í pönkbæn að losna við Putin. Bæn er bæn hvernig sem að henni er staðið.

Menn þurfa að kynna sér mál þeirra aðeins betur, þessar ungu konur eru með mikinn skilning á því sem er í gangi í sínu þjóðfélagi, sem trúuð já trúuð persóna sem játar Krist sem frelsara sinn og skammast sín ekki fyrir það, þá sé ég það sem þær sjá. Framtíð okkar allra er í húfi, ekki sýst þeirra sem teljast ekki undir náð hinnar pólitísku rétthugsunar stefnu samfélagsins í heild út um heim allan. Ég mæli með að þið lesið þeirra orð og skrifið síðan eitthvað af viti.

http://nplusonemag.com/pussy-riot-closing-statements

Linda, 17.8.2012 kl. 17:33

17 Smámynd: Linda

Ps. P.Ö.N.K bæn er ekki bölbæn, það væri Guðlast. Verði ykkur að góðu.

Linda, 17.8.2012 kl. 17:34

18 identicon

Hahahahaha vá er ég virkilega að upplifa þetta? Heimurinn betri ef ekki væru til trú á eitthvað æðra. Mér sýnist á öllu að þú sért að beina spjótum þínum eingöngu að kristinni trú því að það litla sem þú veist um trúmál kemur þaðan. Þetta er ósköp einfalt Jóhann minn. Án trúar væri heimurinn ömurlegur staður að búa á. Hugsaðu þér alla menningu og listir sem hafa dregið andgiftir frá trúnni. Ef ég ætti að gera lista hér yfir alla mainstream tónlistamenn sem hafa dregið innspírasjón sína úr trúnni á eitthvað æðra eða Guð að þá mundi mér varla endast internetið til þess. Listamálarar, myndhöggvarar,kvikmyndagerðamenn,leikarar, leiðtogar, frelsihetjur og margir aðrir einstaklingar sem hafa skipt máli í mannkynssögunni hafa einmitt orðið fyrir miklum innspírasjónum frá einhverskonar trúarbrögðum. Að láta svona út úr sér gerir ekki nokkur maður nema að vera takmarkaður af árum og reynsluleysi.

Beggi (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 18:05

19 identicon

"er ég virkilega að upplifa þetta"

 fyndið að menn skuli kalla aðra takmarkaða af árum og reynslulausa þegar þeir hafa greinilega ekki fylgst með neinum umræðum um trúmál

ég veit ekki hve oft ég hef séð þetta nákvæmlega sama comment á mismunandi tungumálum, það er búið að fara út í þetta, auðvitað hefur þetta allt verið yfir söguna, trúarfélög taka yfir samfélögum, kemur ekki á óvart að menningin, listin og hvaðeina byrjar að snúast um þessa hluti þegar flest annað er guðlast og kirkjan ræður yfir því hvaða listamenn fá fjármuni til að skapa stór verk

nei veistu, trúin hefur einungis haft neikvæð áhrif á þessu sviði, í staðinn fyrir fjölbreyttan menningararf yfir evrópu höfum við hana og einungis hana, því hún lagði allt annað í rúst

Kári (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 20:09

20 identicon

Sammála hverju orði hjá þér Kristján

Páll (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband