Margt einnig jákvætt í Paraguay.

Ég ferðaðist um Paraguay í fyrra og líkaði mjög vel, sem er fallegt og áhugavert land. Fólk vingjarnlegt og hjálpsamt, en hefur verið óheppið með grimma einræðisherra og vondandi fá þeir góða þjóðarleiðtoga núna. Sá áhugaverða sýningu í tilefni 200 ára sjálfstæði frá Spáni þar sem fjallað um sögu, menningu og list landsins, m.a. kvikmyndagerð.

Ég varð ekki var við fíkniefni, en þarna er einnig ræktað Yerba Mate, sem er einhverskonar te sem þeir selja til ýmissa landa m.a. Uruguay og Argentínu. Borgin Ciudad del Este er fræg fyrir smygl vegna þess að hún er á landamærum Braselíu. Vegna hárra álagningar á ýmsan varning í Braselíu fara margir yfir til þessarar borga í Paraguay þar sem verð er mun lægri, en samt svipað og í Evrópu. Íbúar Braselíu mega kaup tollfrjálst að ákveðnu marki, en margir smygla. Ég heimsótti þessa borg þar sem margir hlaupa um með sjónvarpstæki og annan varning.

Ég gerði heimildamynd, sem hægt er að sjá á vefinn minn,  um þýskumælandi Mennonita í Fíladelfíu, sem flúðu frá Rússlandi til Paraguay. Ég las um Mennonita í bókina: “The Kingdom of God Is Within You” eftir Leo Tolstoy og kom fyrst út 1894. Mohandas Gandhi  ritaði í sjálfsævisögu sinni að þessi bók var ein af þremur ástæðunum fyrir því að hann ákvað að beita friðsamlegum aðgerðum gegn Breska heimsveldinu.

http://interestingworld.info/


mbl.is Paragvæ paradís eiturlyfjasmyglara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband