Mjög léleg fréttamennska hjá Morgunblaðinu.

Það er auðvitað ekki hægt að fullyrða að það eru ,,Engin merki eru um tæknibilun eða flugrán" þegar ekki er einu sinni búið að finna svarta kassann. Þessi frétt byggist á nafn einhvers sem hefur ekki leyfi til að tala við fjölmiðla um rannsóknina. Morgunblaðið á að byggja á opinberum upplýsingum en ekki kjaftasögu einhvers sem ekki er vitað hver er. Til þess að gefa ranglega í skyn að fréttin sé áreiðanleg birtir blaðið mynd af samgönguráðherra Malasíu með fyrirsögnina fyrir ofan: ,, Flugvélahvarfið ekkert slys". Morgunblaðinu er að veitast að æru Zaharie Ahmad Shah, sem líklegast er látinn og hefur ættingja á lífi. Ég hélt að fréttamennskan væri á hærra plani hjá blaðinu en þetta.


mbl.is Flugvélahvarfið ekkert slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband