17.3.2015 | 06:45
Ríkasta kona Bretlands eða heims?
Áhugaverð grein, en mér finnst smá ósamræmi í henni. Annars vegar stendur: ,,hún talin ríkasta kona Bretlands" og hins vegar: ,,Hún er ríkasta kona heims". Samkvæmt því er hún örugglega ríkasta kona heims en etv. ekki sú ríkasta í Bretlandi.
Ríkasta kona Bretlands tapaði fyrir Lindu Pé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2015 | 07:23
Verðurhermir í Hönnunarmars.
Það er augljóst að margir vita ekki að það er hægt að fá verðurspá hérlendis og/eða skilja hana ekki. Ég fékk þess vegna frábæra hugmynd sem einhver getur útfært í Hönnunarmars. Hanna veðurhermir þar sem hægt er að láta fólk fara inn, t.d. 10 manns samtímis. Síðan er stillt á ,,Kolvitlaust ofsaverður" og fær fólk 5 mínútur til þess að hringja í 112, vegna þess að eftir það er stillt á ,,Versnandi" og þá er það of seint þegar fólk hendist um í herminum.
Með um 300 í gistingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2015 | 17:26
Að velja óvini
Við verðum að leggja sjálfstætt mat á hvort og þá hverjir eru óvinir okkar, en ekki líta á óvini t.d. annarra NATO-ríkja sjálfkrafa sem óvini okkar. Bandaríkjastjórn sækist eftir óvináttu margra ríkja, sem hafa reynst okkur vel og engin ástæða til þess að telja til óvina okkar.
Stofnað verði þjóðaröryggisráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2015 | 05:38
Hæstiréttur ber ábyrgð ef þeir fremja hryðjuverk.
Hvernig getur lögreglan reynt að vernda okkur gegn hryðjuverkum ef Hæstiréttur beitir sér gegn því?
Gert að halda sig á afmörkuðu svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2015 | 17:06
Hvernig hægt er að vekja áhuga á stærðfræði.
Ég fór á stóra STEM-sýningu (Science Technology Engineering and Mathematics) s.l. ár í Washington DC. Þar sá ég mjög mikið af sniðugum kennslutækjum til þess að vekja áhuga og skilning barna á vísindum, m.a. stærðfræði. Vildi óska að ég hefði fengið þannig kennslu í æsku. Þarna sá ég á forsíðu tímarit tölfræðinga að fjallað væri um Íslendingasögu . Í stuttu máli voru tengsl manna greind í Íslendingasögum til þessa að kanna hvort þær gætu verið raunveruleg eða skáldskapur. Meðal annars var fjallað um 6 gráðu aðgreiningar (Six degrees of separation) á milli einstaklinga. Niðurstaðan var að tengslin passar við raunveruleg tengsl manna. - Til þess að vekja áhuga og skilning á stærðfræði þarf að kynna hvernig þær nýtast í mörgum störfum. Mjög gott gæti verið að fá menn í ýmsum störfum, t.d. hátækni, flugmenn og lækna til þess að fjalla um í stærðfræðikennslubókum hvernig ákveðnar formúlur nýtast þeim í starfi.
Vill leggja áherslu á stærðfræðikennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2015 | 14:45
Finna góðan stað fyrir lása eins og í Kína og Uruguay.
Ég tók þetta myndband þar sem í seinni hlutann er hægt að sjá lása og stórt minnismerki um þá í Kína.
Einnig fjallar ég um ástalása í Uruguay.
http://www.interestingworld.info/category/uruguay/
Ástarlásinn verður fjarlægður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2015 | 19:26
Emirates er fyrirmyndaflugfélag
Ég hef flogið með mörgum flugfélögum og er greinilegt að þau, sem hafa verið með þau bestu í heiminum, leggja aðaláherslu á að sinna farþegum vel og vera áreiðanleg. Besta flugfélag sem ég hef flogið með er Emirates og áhugavert að bera það saman við önnur flugfélög. Mjög auðvelt er að bóka flug á vef þeirra, en versta bókunarkerfið er hjá American Airlines og Aerolíneas Argentinas. Þeir eru mjög fljótir að svara síma, en versta símsvörun her hjá United Airlines, vegna mjög langs biðtíma og stundum er einhverskonar vélmenni sem svarar. Langur svartími er einnig veikleiki hjá Icelandair, sem er annars ágætis flugfélag. Það getur verið mjög dýrt að hringja í flugfélag erlendis frá. Flugvélarnar og þjónusta um borð hjá Emirates er mjög góð, en verstu flugvélarnar og þjónusta eru hjá SAS og United Airlines. Sum flugfélög sýna farþegum mikinn kulda og haga sér jafnvel eins og sumar ríkisstofnanir.
Ég flaug í þessum mánuði með Emirates frá London til Dubai í economic class og var flugið um 6-7 klukkustundir. Ég fékk matseðil og gat valið á milli tveggja aðalrétta. Drykkir m.a. vín var innifalið en borga þarf sérstaklega fyrir kampavín. Kvöldmaturinn var mjög góður og einnig morgunmaturinn. Ekki þarf að borga sérstaklega fyrir heyrantæki. Ég sat rétt hjá ,,eldhúsinu" og dáðist að flugfreyju þar sem vann mjög hratt þar allann tímann við að útbúa mat, ganga frá og sinna óskum farþega. Aðrir áhafnarmeðlimir voru einnig mjög duglegir. Áhafnarmeðlimir í þessu flugi voru frá ellefu löndum, en flugfélagið leggur áherslu á alþjóðlega áhöfn og mér skilst að þar starfar fólk frá um 130 löndum.
Undirbúningur flugfreyjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2015 | 03:49
Gjaldið hlýtur að falla niður vegna mikils lækkunar
Vegna þess að Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði eldsneytisálagið hafa verið sett á af flugfélögum þegar verð á eldsneyti tók að hækka mikið, til að skýra fyrir fólki verðhækkanir á flugi, hljóta flugfélög að fella niður gjaldið núna vegna mikillrar lækkunar.
Greiða sérstakt eldsneytisálag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2014 | 07:19
Taka farangur með sér á hesti?
Mér finnst undarlegt að ferðamenn geta ekki geymt farangur sinn á öruggum stað á meðan þeir fara í hestaferð. Það væri sjálfsögð þjónustu hjá Greyline að læsa rútunni þar til ferðamenn koma til baka í stað þess að skipta um rútu. Athyglisvert að vita hvort aðrar ferðaþjónustur bjóða upp á betri þjónustu varðandi þetta þannig að hægt er að mæla með þeim í staðinn.
Fastar á Íslandi yfir jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.12.2014 | 14:21
Ísland á röngu tímabelti.
Hérlendis er notað Greenwich Mean Time (GMT) = O, sem er í rauninni rangt vegna þess að Ísland er ekki beint fyrir norðan Greenwich Observatory í London. Eins og sést á kortinu er búið að fella Ísland undir GMT = 0 etv. vegna samskipta við Evrópu. Miðað við staðsetningu ætti klukkan hérlendis að vera - 1, þ.e. þessi klukktíma seinkun sem margir vilja. Á einu kortinu er miðað við UTC sem er það sama er varðar staðsetningu Íslands skv. GMT.
http://www.donathan.com/dave/gmtimage/gmt.gif
Man þegar sumartíminn var festur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2014 | 19:58
Mjög flott lag um Shia LaBeouf
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2014 | 17:58
Bömmer fyrir Samfylkinguna.
Það er ekki nóg með að annar flokkur leiðréttir verk Samfylkingarinar, heldur einnig að margir íbúar skúlu vera ánægðir með það > Bömmur -- Áhugavert að rifja upp ábyrgð þess flokks á hruninu, sem leiddi til mikils skuldavanda margra sem ríkisstjórnin er að leiðrétta. Áhugavert að rifja upp nokkur ummæli ráðherra flokksins t.d.: - Í viðtali við Viðskiptablaðið 9. júní 2007 sagði Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, að hans biði það hlutverk að byggja upp öflugt ráðuneyti sem haldi utan um útrás fjármálafyrirtækjanna sem nú skili okkur um 10% þjóðartekna. Þá sé ótalin verslunin en við hana starfi um 90.000 manns á Íslandi. Síðan sagði Björgvin: "Þessar greinar þarf að efla og verðskulda miklu meiri athygli en áður. Þetta er útrásin, þarna eru sprotarnir í uppbyggingu á atvinnulífi okkar í dag." - Hinn 27. nóvember 2007 flutti Björgvin G. Sigurðsson ávarp á ársfundi Fjármálaeftirlitsins og sagði þá m.a.: "Þannig má segja að Ísland hafi í raun þróast í þá átt að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð og er sú þróun meðal annars tilkomin vegna þess frumkvæðisanda sem ríkir meðal stjórnenda og starfsmanna íslenskra fjármálafyrirtækja." - Í grein eftir Björgvin G. Sigurðsson sem birtist í Viðskiptablaðinu 21. desember 2007 er fjallað um ákveðna gagnrýni sem íslenskir bankar höfðu orðið fyrir erlendis. Þar segir Björgvin m.a. svo: "Þegar KB banki opnaði útibúið í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það." Einnig segir: "Kraftur, kjarkur og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslendinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmisskonar." Síðan segir: "Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingaævintýri Íslendinga erlendis niður." - Í viðtali sem tekið var við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Politiken 13. mars 2008 var hún m.a. spurð út í gagnrýni danskra banka í garð íslenskra. Ingibjörg svaraði því til að dönsku bankarnir væru í samkeppni við þá íslensku og þegar Danske Bank eða Nordea tjáðu sig um íslenskan efnahag gerðu þeir það sem samkeppnisaðilar. Ingibjörg var sérstaklega innt eftir því hvaða skoðanir hún hefði á gagnrýni sem komið hefði fram hjá Danske Bank. Þessu svaraði Ingibjörg þannig að mat erlendra banka á borð við Danske Bank á íslenskum bönkum væri rangt. Íslensku bankarnir stæðu vel. Sú gagnrýni sem borist hefði frá dönskum bönkum einkenndist af yfirlæti og fordómum, sbr. eftirfarandi orð Ingibjargar: "De tager fejl i deres vurdering af den islandske økonomi, for generalt står den stærkt. Og generalt er bankerne robuste. Derfor er vi skuffede over kritikken fra de danske banker. Selvfølgelig skal vi kunne kritiseres, men det skal være på rimelig måde. Det vi hører er en slags overlegenhed og bygget på fordomme."
Gefur tekjuhæstu heila Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2014 | 10:57
Áhugavert tímarit á Tortola m.a. um bankaleynd.
Þegar ég var á Tortola í vetur sá ég ekkert Íslenskt fyrirtæki heldur einungis Danska verslun. Þar á móti fékk ég áhugavert tímarit sem heitir Business BVI og fjallar mikið um hvernig yfirvöld þar vilja núna leggja áherslu að vera til fyrirmyndar við að framfylgja alþjóðlegum samningum, m.a. um skipti á upplýsingum um fjármál. Kannski gætu stjórnvöld hérlendis kannað nánar þá leið til þess að fá upplýsingar. Hægt er að lesa tímaritið á neðangreindum vefi.
http://www.oysterbvi.com/business-bvi-premier-investment
Ljóstrað upp um leynilega reikninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2014 | 10:54
Ég vil fá kaldastríðsalmannavarnasíreinurnar aftur
Ég vil fá kaldastríðsalmannavarnasíreinurnar aftur m.a. vegna eiturgasins úr eldgosinu. Ég tel ekki rétt að treysa á SMS og vefsíðum. Það kemur oft fyrir að ég heyri ekki að ég hef fengið SMS og sé þau oft seinna. Ég hef ekki kveikt á símanum á næturnar. Þetta á örugglega við um marga aðra. Þótt að tilkynning um neyðarástand er sett á einhverja síðu, þá er ólíklegt að margir séu allann daginn að reloada þá síðu. SMS og vefsíður eru auðvitað háð síma- og rafmagnssambandi. Ég vil fá síreinur sem eru einfaldar og áreiðanlegar, en ekki hátækni sem getur brugðist.
Mengun nær frá Húsavík að Blönduósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2014 | 16:02
Heldgosahraun
Hvað á nýja hraunið að heita? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2014 | 09:42
Er ekki eignaréttur í ríkjum ESB?
Mér finnst mjög undarlegt að ESB geti kyrsett eignir einkaðila frá ríkjum, þar sem stjórnvöld eru ekki þóknanleg ESB. Hefur eignaréttur ekkert gildi í ESB? Þetta hlýtur að leiða til þess að útlendingar forðist fjárfestingar og samstarf við ESB-ríki.
Rússar beittir refsiaðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2014 | 09:11
Hún veit núna hvernig mörgum múslimum líður.
Henni líður líklega eins og mörgum múslima eftir að hún hvatti óbeint til neikvæðra afstöðu til nokkurra íbúa þess lands, sem hafa aðra trú en hún. Það hefur greinilega komið fram m.a. í viðtali í DV, mjög neikvæð afstaða hennar til Íslam. Þegar stjórnmálamenn hafa slík afstöðu til minnihlutahópa í landi sínu, þá getur það haft mjög hættulegar afleiðingar. Því miður brugðust einungis örfáir framsóknarmenn, m.a. Gunnar Bragi og tveir fyrrverandi formenn SUF, við þessari hegðun tveggja framsóknarkvenna. Þessi hegðun bitnar þannig bæði á mörgum múslimum og framsóknarmönnum. - Hvað er hægt að gera?
Mér finnst fáranlegt að afturkalla leyfið fyrir moskunni. Það gengur auðvitað ekki að einkaaðilar fá leyfi til framkvæmdar með löglegum hætti og samþykkt af meirhluta lýðræðiskjörina, en síðan er leyfi afturkallað þegar nýr meirihluti tekur við einungis vegna persónulegrar skoðanir borgarfulltrúa. Þetta skapar óþolandi óvissu fyrir almenning og yrði stjórnsýsluklúður.
Segir umræðuna viðbjóðslega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.5.2014 | 09:56
Frekar taka til fyrirmynda atkvæðagreiðsluna í Schleswig 1920
Í stað þess að vera með þessar atkvæðagreiðslu og forsetaskosningar finnst mér að það ætti frekar að taka til fyrirmynda atkvæðagreiðslu árið 1920 um hvort íbúar Schleswig vildu tilheyra Þýskalandi eða Danmörku eftir fyrri heimsstyrjöldina. Ég sá tvær mjög athyglisverðar sýningar um atkvæðagreiðsluna í tveimur söfnunum í Danmörku, Museum Sønderjylland og Museum mellem Slesvigs Grænser. Hugmyndin um hvernig marka á landamæri kom frá Woodrow Wilson, forseta Bandaríkjanna sem hann kallaði; the people´s right of self-determination. Sérstök nefnd (Commission Internationale de Surveillance du Plébiscite au Slesvig - CIS) var skipuð fulltrúum Bretlands, Frakklands og Svíþjóð, sem er talin hafa unnið mjög gott verk. Nefndin fór með stjórn svæðisins og fengu franska og breska hermenn til þess að annast löggæslu, en þýskum hermönnum og dönskum opinberum starfsmönnum voru látnir yfirgefa svæðið á meðan. Atvæðagreiðsla fór fram í hverjum hreppi og merkt inn á kort hlutfallslega hve margir vildu tilheyra Danmörku eða Þýskalandi. Hagsmunaaðilar gerðu mjög áhugaverð áróðursveggspjöld. Ég veit ekki hvort eitthvað var um ofbeldi og hættulega hópa í Schleswig eins og í Ukraníu í dag, en það skiptir máli þegar meta á hvort hægt er að hafa samskonar atkvæðagreiðslu.
Lífshættulegur kjörseðill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2014 | 23:16
Góðar smitsjúkdómavarnir hjá MS Thomson Dream
Ég sigldi með skemmtiferðaskipinu MS Thomson Dream í vetur og það vakti athygli mína hve mikil áhersla var lögð á smitsjúkdómavarnir, einkum gegn norovírús. Á mörgum stöðum var tæki þar sem maður gat fengið skammt af sótthreinsunarefni til þess að bera á hendurnar. Þessi tæki voru einkum fyrir framan veitingastaði og salerni. Þegar maður kom um borð eftir skoðunarferð var alltaf starfsmaður sem bauð um á slíkt efni.
Etv. væri ráð að hafa slík sóttvarnaefnatæki hérlendis á nokkrum stöðum. Sérstaklega á vetrunar þegar pestir ganga.
Tugir veikir um borð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2014 | 18:09
Bandaríkjaher hefur áður skotið niður farþegaflugvél
Bandaríska herskipið USS Vincennes skaut niður Irönsku farþegaflugvélina Iran Air Flight 655 3 júlí 1988, þegar vélin var á leið frá Tehran til Dubai. Árásin átti sér stað innan Írans. Allir 290 um borð létust m.a. 66 börn. Bandaríska herskipið var innan Íranskra landhelgi þegar það skaut niður flugvélina. Samkvæmt Bandarískum yfirvöldum var vélin skotin niður vegna þess að hún var talin herflugvél í árás. Við rannsókn Lockerbie málsins var m.a. talið mögulegt að vélin í því máli hefði verið sprengd sem hefnd fyrir árásina á Irönsku flugvélina.
Var þotan skotin niður á heræfingu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)