Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Mælirinn fullur!

Ég er stórhneykslaður á því að Jóhanna hefur ekki tíma til þess að hitta forsætisráðherra öflugasta efnahagsríki heims, sem ávallt hefur reynst okkur vinveitt, í tilefni 40 ára stjórnmálasambands okkar. Hún er of upptekin við að klúðra málum t.d. í stað þess að samþykkja frumvarp um olíuleit þá eyddi hún tíma Alþingis í að valda uppnámi í undirstöðuatvinnuveg okkar með ótrúlegu óvönduðum vinnubrögðum. Jón Egill Egilsson, sendiherra, sagði að það sé rangt í Morgunblaðinu að Jóhanna hafi hafnað því að opinber heimsókn forsætisráðherrans yrði um miðjan júlí. Vegna þess að einkenni ríkistjórnarinnar hefur verið spuni og lygi tek ég því miður meira mark á kínverskum stjórnvöldum en íslenskum. Jón viðurkennir að ekki hafi ,,verið fundinn dagsetning sem hentar báðum aðilum.” Auðvitað á Jóhann tíma til þess að hitta Wen Jiabao og hefðu hún átt að samþykkja það fyrir löngu til þess að hægt væri að undirbúa heimsóknina sem best. Þegar Reagan og Gorbi hringdu í Steingrím og spurði hvort þeir mættu hittast á Íslandi eftir um tíu daga, þá sagði hann já og gekk strax í að skipuleggja heimsókina, sem hann kunni vel sem verkfræðingur. Því miður hefur Jóhann hvorki menntun né leiðtogahæfileika til þess að vera forsætisráðherra.  Ég tel að í raun er Kína öflugasta efnahagsveldið vegna þess að það á miklar eignir og getur lánað Bandaríkjunum og Evrópu, þar á móti er talað um að Bandaríkin fari í greiðsluþrott ef þau geta ekki tekið meira lán. Jóhanna virðist telja að einungis ESB skipta máli, en gerir sér ekki grein fyrir að líklegast mun Kína bjarga ESB. Eins og kemur fram í meðfylgjandi sjónvarpsþætti þá telur Sang Ho, prófessor í hagfræði við Lingnan háskólann í Hong Kong, að Kína muni leggja meiri áherslu á fjárfestingar í Evrópu en í Bandaríkjunum.http://english.aljazeera.net/programmes/insidestory/2011/06/20116287348642872.html
mbl.is Forsætisráðherra Kína kom færandi hendi til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðbeiningar fyrir blaðamenn á hættusvæðum

Það eru til leiðbeiningar fyrir fréttamenn meðal annars frá Reporters Without Borders, m.a. þessi handbók sem er skrifuð í samstarfi við UNESCO. Á vefnun er hægt að sækja bókina ókeypis sem PDF skjal.

http://en.rsf.org/handbook-for-journalists-january-17-04-2007,21744.html

Aðrir gagnlegir vefir:

http://davebanks.wordpress.com/safety-resources-for-journalists-travelling-abroad/

http://dartcenter.org/


mbl.is Svíar í haldi í Eþíópíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skype og Facebook

Í nýjustu útgáfu af Skype er flippi fyrir Facebook, þar sem hægt er að skrá hvað maður er að gera. Þeir eru þegar komnir í samstarf:

http://www.skype.com/intl/en/features/allfeatures/facebook/

Kannski á að kynna nánara samstarf á þessum fundi. 

 


Landbúnaður í Bretlandi sem ESB land

Átti fróðlegt spjall við forstjóra landbúnaðarfyrirtækis í Suður Afríku sem þekkir vel til landbúnaðar í Bretlandi vegna þess að móðurfélagið er þar með landbúnað. Hann sagði m.a. að ESB gerir miklar kröfur um rekjanleika þannig að mikil skriffinska og kostnaður hefur leitt til þess að aðeins stór landbúnaðarfyrirtæki ráða við slíkt. Bretar hafa fylgt kröfum ESB nákvæmar en Frakkar og Þjóðverjar þannig að landbúnaðarafburðir eru dýrari í Bretlandi. Hann sagði að hver breskur skattgreiðandi þarf að greiða hátt gjald (man ekki upphæðina) sem fer í sameiginlegan landbúnaðarsjóð ESB sem styrkir er veittir úr. Sumir halda að þeir fái ódýrari landbúnaðarafurðir í ESB, en í raun borga þeir með þeim óbeint með þessu gjaldi. – Ég kaupi aðeins íslenskt grænmeti og kjöt vegna þess að mér finnst það betra á bragðið og tel það öruggara en frá ESB.
mbl.is Meira en einfaldar viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónákvæm frétt

Mér finnst þetta mjög ónákvæm frétt vegna þess að það kemur ekki fram hve margir samþykktu niðurskurðarfrumvarpið. Ef allir tóku afstöðu þá hljóta 52,5% að hafa samþykkt það, sem ætti að vera fyrirsögnin. Sjaldgæft er að allir taka afstöðu í skoðunarkönnun.
mbl.is 47,5% hafna niðurskurðaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsmenn Þjóðkirkjunnar eiga að vera siðferðislegir leiðtogar

Því miður hefur ókristileg hegðun einkennt Þjóðkirkjuna of lengi. Það er kominn tími til þess að starfsmenn hennar fari að haga sér eins og Jesús boðaði. Þegar þeir fara að gera það muni þeir með tímanum öðlast traust til þess að teljast hæfir til að boða kristna trú.  
mbl.is „Við vorum vanbúin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efasemdir um rannsókn Lockerbie málsins

Áhugaverður þáttur frá Al Jazeera:

http://english.aljazeera.net/programmes/general/2011/06/201169134738626549.html 
mbl.is Stöðvuðu uppreisnarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur á samkeppni á milli Evrópuríki

Ég er að lesa bókina: ,,From Wall Street to the Great Wall” m.a. eftir Burton G. Malkiel, sem ritaði bókina: ,,A Random Walk Down Wall Street”, sem oft er notuð í frjárfestingafræðum. Í bókinni um Kína kemur fram að kínverjar voru mjög framalega í nýsköpun, en eftir að Qin Shi Huang (259-210 BC) sameinaði öll ríkin þar í eitt sem varð öflugasta ríki heims, dróg úr þessu. Höfundur telur að ástæðan hafi m.a. verið sú að samræmd stjórnun var þar, en þar á móti í Evrópu var mikið um nýsköpun vegna samkeppni á milli ríkja. Mér dettur í hug að hættan hjá ESB er að það vantar þessa samkeppni á milli ríkja, sem mun draga úr nýsköpun. Vegna þess að bæði finnar og írara hafa lagt áherslu á tækni er mjög óeðlilegt að finnar þurfa að taka þátt í að lána írum peninga í stað þess að þeir séu í samkeppni sem kný þá til nýsköpunar.   
mbl.is Reynt að bjarga Grikkjum frá greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar og olía ástæðurnar fyrir árásir NATO?

Fékk senda þessa grein í dag og er að velta fyrir mér hvort þetta séu hinar raunverulegar ástæður:

http://www.webofdebt.com/articles/libya.php

 

 


mbl.is Gaddafi riðar til falls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Allir vita að lagaleg skylda liggur ekki fyrir í þessu máli.”

Menn eiga auðvitað aldrei að borga eitthvað nema þeir séu skyldugir til þess og það sama gildir um ríkið. Að láta aðra fá peninga án lagaskyldu telst þess vegna gjöf. Jón telur að ef Icesave verði ekki samþykkt þá verða áhrifin m.a. neikvæð í utanríkisviðskiptum. Það eru auðvitað mjög óeðlileg utanríkisviðskipti sem eru háð því að við GEFUM bretum og hollendingum peninga án lagaskyldu. Mér finnst það vítavert bruðl á skattgreiðslum okkar. Grein Jóns Sigurðssonar: http://visir.is/hvers-vegna-samthykkja-icesave-/article/2011110329378

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband