Færsluflokkur: Ferðalög

Afmælistertan þegar Desmond Tutu varð 75 ára

Sjá South Africa > Charly’s Bakery

http://www.interestingworld.info/


mbl.is Desmond Tutu dregur sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað fjármálakerfi þegar fólk vill ekki lengur taka lán

Sumarið 2009 ræddi ég við kanadískan bónda sem er einnig í stjórn lánasjóðs bænda. Hann sagði að Kanada hefði sloppið ágætlega undan kreppunni vegna gott fjármálaeftirlits og tryggingasjóðs. Þar á móti væri vandamálið hjá sjóðnum að bændur vilja ekki taka lán lengur.  Ég held að í framtíðinni munu bankar lenda í erfiðleikum vegna þess að fólk getur ekki eða vil ekki taka lán. Margir hafa brennt sig illa. Börn og unglingar í dag hafa fylgst með foreldrum sínum lenda í miklum erfiðleikum vegna lána og ég efast um að þau hafi áhuga á að taka lán þegar þau verða fullorðin.  Bjartur í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness sagði við tíkina: ,,Faðir minn varð áttræður án þess að komast úr tvöhundruð króna heildarskuld við sveitina frá því hann var únglíngur.” og ,,Sá maður sem sjálfur á sína jörð, hann er sjálfstæður maður í landinu.” Draga má þá ályktun að Bjartur ákvað að lifa frekar við frumstæðar aðstæður en að taka lán. Mér hefur alltaf verið illa við lán og finnst ágætt að fólk taki minna af láni en fyrir hrun. Of há lán voru veitt til húsnæðiskaupa, sem hækkaði húsnæðisverð sem varð í engu samræmi við gæði húsnæðis. Þar á móti var mér bent á að vegna þess að bankar búa til peninga byggt á lánum þá getur orðið stöðnun ef fólk taki mun minna af lánum eða jafnvel hætti því. Það er sorglegt að efnahagur landsins byggist á skuldum frekar en eignum þegar landið býr yfir miklum verðumætum.

Fyrirlestur um hvernig bankar búa til peningar:http://vidego.multicastmedia.com/player.php?v=oc669lzt  Er hægt að hafa fjármálakerfi sem byggist á öðru en skuldum? Áður fyrr var verðgildi peninga tengt gulli, en Nixon rauf þá tengingu 1971. Kannski getum við tengt krónuna við kílóvattstundir. Sumir vilja taka upp hugmynd C. H. Douglas (1879–1952) um samfélags arð (social credit), sbr. http://www.umbot.org.  Einnig eru hugmyndir um fjármálakerfi byggt á Islam, sbr. ritið: ,,Financial Crisis - Roots and remedies efti M.M. Akbar (2010). Ég tel miklar líkur á að í framtíðinni verði lítill áhugi á að taka lán og þess vegna er nauðsynlegt að huga að öðru fjármálakerfi.     
mbl.is Með peninga í bankahólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tolstoy, Gandhi og friðsamlegar byltingar

Síðast liðinn mánuð sá ég þátt Glenn Becks á Fox News þar sem hann ræddi við nokkra um friðsamlegar byltingar. Meðal annars ræddi hann við Rajmohan Gandhi, barnabarn Mohandas Gandhi (kallaður Mahatma sem merki hin mikla sál). Hann sagði m.a. annars að þegar afi hans var reiður ungur maður þá hafði hann trú á ofbeldi. Hann skipti um skoðun eftir að hann las bók Leo Tolstoys: ,,The Kingdom of God Is Within You” þegar hann var 24 ára. Ég kannaði þetta nánar og komst að því að þeir voru í bréfasamskiptum eftir að Tolstoy skrifaði: ,, A Letter to a Hindu”. Baráttuaðferð Gandhi hafði mikil áhrif á Martin Luther King og Nelson Mandela.

Fyrir grúskara:

http://www.watchglennbeck.com/video/2010/September/glenn-beck-show-september-17-2010-peaceful-revolutions/

http://en.wikipedia.org/wiki/A_Letter_to_a_Hindu

http://www.sa-venues.com/nelson_mandela.htm 


mbl.is Hreinsað til við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlestur um nýtt fjármálakerfi

Ég fór fyrir nokkru á áhugaverðan fyrirlestur hérlendis þar sem fjallað var um hugmynd að nýju fjármálakerfi. Sjá nánar meðfylgjandi myndband:

http://vidego.multicastmedia.com/player.php?v=oc669lzt


mbl.is Vilja nýtt fjármálakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðist á bíl Steingríms J. Sigfússonar

Ég sá þegar ráðist var á ráðherrabíl Steingríms J. á Lækjargötu með spörkum og höggum, þegar hann var að fara heim í kvöld. Nákvæmlega eins og þegar ráðist var á ráðherrabíl Geirs Haarde fyrir tveimur árum. Meira segja á sömu götu. Ég held að þeir hafa báðir reynt að vinna fyrir þjóð sína skv. bestu samvisku eftir hrunið, en etv. er vandinn það stór og úrræðin það fá að það skiptir ekki máli hvort það er hægri eða vinstri stjórn hér. Mér leist vel á hugmynd Framsóknarflokksins skömmu eftir hrunið um jafna afskrift af lánum og hefði það etv. komið í veg fyrir ónægju með að sumir sumir fá afskriftir og aðrir ekki. Er að velta fyrir mér hvort það er til betra stjórnarfyrirkomulag í öðru ríki, sem við getum tekið til fyrirmyndar eða hvort einhver fær frábæra hugmynd um slíkt.
mbl.is Rúður brotnar í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti kennari minn

Páll kenndi mér teikningu í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum og er hann besti kennari, sem ég hef haft vegna þess að hann kenndi að hugsa myndrænt, sem hefur veitt mér mikla ánægju síðan. - Til hamingju með afmælið :)
mbl.is Afmæli frá jökli niður í fjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumleg og dugleg

Rétt eftir bankahrunið hlýddi ég á nokkra flyta erindi m.a. Ingibjörg. Hún sagði m.a. að fyrir hrunið hugðist hún vinna í banka en eftir að þeir fóru á hausinn spurði hún kennar sinn í MBA náminu hvað hún ætti að gera. Hann hvatti hana til þess að skapa sér sjálf vinnu. Hún stofnaði þá fyrirtækið ASSA með aðsetur í Trékýlisvík. Mér fannst hugmynd hennar frumleg og þegar ég var á ferðalagi um Vestfirði um helgina þá fékk ég mjög vandað kort af svæðinu, sem hún hafði gert í samstarfi við Kaffi Norðurfjörður. Einnig sá ég sýningu á Hólmavík sem hún annaðist uppsetningu á sem heitir ,,Stefnumót á Ströndum”, þar sem kynnt eru fyrirtæki á svæðinu. Mér finnst það sem Ingibjörg hefur verið að gera mjög jákvætt dæmi um hvernig kreppan hefur leitt til þess að ný störf hafa skapast, sem nýtist mörgum eins og í þessu dæmi ferðaþjónustu í Árneshreppi. Ingibjörg er greinilega frumleg og dugleg, sem mun reynast strandamönnum vel.
mbl.is Ráðin sveitarstjóri á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iceland number 26 in the Global Competitiveness Index 2009 – 2010 (World Economic Forum)

"Nevertheless, the sound competitiveness fundamentals displayed by the country in key areas will, it is hoped, ease the recovery and allow the Icelandic economy to bounce back more rapidly.Toward that end, Iceland can count on a top-notch educational system at all levels (2nd and 4th in the health and primary education and higher education and training pillars, respectively) coupled with a rather sophisticated business sector (23rd) displaying high levels of technological readiness (14th) and innovation (16th). An extremely flexible labor market (6th), efficient infrastructure (11th), and well-functioning institutions (13th) complete the picture." (page 24) - http://www.weforum.org/pdf/GCR09/GCR20092010fullreport.pdf


mbl.is Matarkarfan á að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær hugmynd hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla

Nemendur í kvikmyndagerð áttu að læra um gerð sjónvarpsþátta og var ákveðið að gera alvöru þátt um mikilvægt málefni. Þeir buðu Katrínu Jakobsdóttur, Menntamálaráðherra, Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, Ragnari Bragasyni leikstjóra og Hrönn Kristinsdóttir, framleiðenda, til þess að ræða um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar. Markmið fundarins var að stuðla að málefnalegri umræðu um framtíð kvikmyndagerðar hérlendis. Fundurinn var tekinn upp og verður síðan sýndur fullkláraður á heimasíðu skólans. Vegna þess að ég hafði frétt af fundinum fór ég á hann. Nemendurnir unnu mjög fagmannlega með aðstoð kennara. Þarna fékk skólinn mjög góða auglysingu og sérstaklega kennslan í kvikmyndagerð.  
mbl.is Með ráðherra á Steypunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASUS fartölvan fyrir erfiðar aðstæður og mjög lág bilunartíðni

Var notuð í 600 daga um borð í MIR geymstöðina. Fyrsta tölvan sem var nothæf á Mount Everest. Notuð á suðurpólinn. Þolir vel hristing um borð í björgunarþyrlur í Ástralíu. Heimild: ajour gefið út af BankInvest í Danmörku.

Varðandi lága bilunartíðni sjá þessa frétt í Pressunni:

http://pressan.is/Frettir/LesaFrett/rannsokn-thridja-hver-fartolva-verdur-onyt-innan-thriggja-ara.-hver-er-best-og-hver-er-verst

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband