Sérkennilegt orðalag hjá Guðbjarti.

Mér sérkennilegt orðalag hjá Guðbjarti að ,,ákveðnir aðilar eða lítill hópur sem geti tekið til sín mikið af verðmætum.” Orðalagið gefur til kynna að þeir eru að taka eitthvað sem þeir hafa ekki unnið fyrir og hljómar nánast eins og þjófnaður. Það sem virðist rugla hann í ríminu er að það er auðvelt fyrir ríkið að taka til sín verðmæti, sem aðrir hafa unnið fyrir. Ríkið reynir að torvelda að einstaklingar og fyrirtæki græði og skapi verðmæti og ef það mistekst hjá ríkinu, þá refsar það þá af hugsjónarástæðum. Ég skil vel að ríkið hefur þurft meira fé eftir efnahagsrhrunið til þess að sinna grunnskyldum sínum, en að eyða 1,3 milljarð í að reyna að búa til nýja stjórnarskrá er bruðl á fé. Það virðist felast í þessari jafnaðarhugsjón vinstri manna að allir eiga að hafa það jafnskítt og nauðsynlegt að taka hvatann til þess að skapa verðmæti og afla tekna vegna þess að ríkið hirðir slíkt af hugsjónarástæðum.


mbl.is Hamingjan fylgir ekki tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Sammála. Fannst einmitt skrýtið að hann hafi talað um að einhverjir (utan ríkisvaldsins og hreinna og beinna þjófa) væru að "taka til sín". Þetta er einmitt einhvers konar hugarmein hjá vinstrimönnum - að sjá fyrir sér afrakstur allra renna ofan í einn pott sem menn geta svo "tekið úr", þá jafnan einn á kostnað annars.

Geir Ágústsson, 21.6.2012 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband