Biðraðir lífshættulegar á Everest

Ég fór á fyrirlestur í fyrra hjá tveimur bandaríkjamönnum, sem voru langt komnir með að klífa Everest, þegar þeir hættu við vegna þess að óvenju margir létust þar samtímis og þá m.a. vegna snjóflóða. Annar þeirra hefur klifið fjallað nokkrum sinnum áður. Þeir sýndu myndir af mjög langri biðröð af fjallgöngumönnum á leið á tindinn, en það er mjög hættulegt vegna þess að það kemur fyrir að súrefni klárast meðan beðið. Það er einn flöskuháls á leiðinni sem mig minnir er nefnt eftir líki fjallgöngumanns þar. 


mbl.is Átök á Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þekktur flöskuháls við Hillaryþrep, og þar hefur lík hins S-afríska B Herrods legið frá 1996 þótt óvíst sé að það liggi þar enn. Ekki kemur sá flöskuháls til greina.

Aðrir flöskuhálsar þar sem lík liggur, hvað þá að þeir séu nefndir eftir hinum látnu...? Reyndu að muna þetta maður.

Jón (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 09:00

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eitthvað sem heitir s eitthvað peak ofan við Hillary step. Ferð upp svo niður og svo aftur upp til að ná tindinum. Var bara að skoða heimildamynd um þetta á Youtube fyrir nokkrum dögum. Ég skal reyna að finna hana aftur.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2013 kl. 09:22

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta var 1996. Into thin air hét bók sem var skrifuð um þetta og hér er heimildamynd eftir henni:

http://m.youtube.com/watch?v=dVZmnG-9zv0

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2013 kl. 09:29

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er önnur nýrri um sömu atburði:

http://m.youtube.com/watch?v=EyVB1EgWlsk

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2013 kl. 09:30

5 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Ég sá mynd af líkinu, sem mig minnir að hafa verið af þjóðverja og þessi flöskuháls er þröng gönguleið meðfram kletti. Mig minnir að líkið hafi verið að hluta til í gulum fatnaði og lá í hellisskúta. Það er mikið af líkum á fjallinu þannig að margir staðir koma til greina. Fyrirlesturinn var kynning á þessari heimildakvikmynd og etv. er fjallað um þetta þar:

http://www.eightsummitsfilm.com/

Hér er mynd sem sýnir biðröð, en ekki sama mynd og ég sá í fyrirlestrinum.

http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2012/05/31/article-2152664-135F42CD000005DC-0_634x420.jpg

Kristján H. Kristjánsson, 29.4.2013 kl. 10:36

6 identicon

Þessi mynd var nú hlægilega léleg og hrákasmíð frá upphafi til enda. "byggð á metsölubók" dæmigert rusl, þótt bókin hafi verið helvíti vel skrifuð burtséð frá staðreyndavillum sem Bukríev heitinn hrakti í eigin bók síðar. Hvað um það, vonandi að Balti geri nú boðlega kvikmynd um þessa atburði. Hann á að henda sér í verkefnið á næstu misserum.

Jón (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband