Alveg sammála Morgunblaðinu

Ég þykist vera besserwisser varðandi umferðaröryggi. Vann mörg ár hjá lögreglunni í Reykjavík við rannsóknir umferðarslysa, kynntist vísindalegum rannsóknum á slíkum slysum þegar ég stundaði háskólanám í lögreglufræðum í Bandaríkjunum. Skrifaði grein um orsakir umferðarslysa og hélt ráðstefnu um slysagildrur í Reykjavík. Viðtal við mig í Tímanum um slíkt. - Það skiptir miklu máli að umferðarmannvirki séu einföld og samræmd vegna þess að ökumenn þurfa stundum að taka skjótar ákvarðnir um viðbrögð. Eftir að ég hafði ekið í Bandaríkjunum, sem mér fannst auðvelt, komu allskonar tilraunastarsemi í Reykjavík mér illa á óvart þegar ég kom heim 1984. Á einum gatnamótum í vesturbænum var stöðvunarskyldumerki á allar aksturstefnur og grá grind á miðri Hafnarstræti. Mörgum árum seinna var sett einstefnumerki á Suðurgötu án þess að það hafði lagagildi. Nýlega hafa götur og gangbrautur verið málaðir í litum og undarlegar merking án heimildar í reglugerð, o.s.frv. Breytingar um umferðarmannvirkjum og merkingum eiga að byggjast á vísindalegum aðferðum þar sem hugað er að öryggi og umferðarflæði. Ég er þess vegna alveg á móti því að vera með tilraunastarfsemi í umferðarmerkingum, vegna þess að kostnaðurinn getur verið mannslíf.


mbl.is Lögleysa í umferðarmerkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver ber ábyrgð á þessu ólöglega athæfi og hvað mörg ár þurfa að líða áður en þetta verður lagfært? Er nokkuð mál að fá vegagerðina til að mála yfir þessar hákarlatennur og lengja hvítu línuna, eða lendir þetta í áralangri skriffinnsku eins og allt annað hér á landi? Og stappi við húseigendurna, sem halda að aðkeyrslan heim í villuna hafi forgang?

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband