Heimskuleg gagnrýni

Það er nú frekar öðrum Evruríkjum að kenna að þau hafi ekki sóst eftir samkeppnishæfni og minna atvinnuleysi með því að hafa laun í lágmarki og framleiða eitthvað sem er eftirsótt erlendis, t.d. í Asíu. Þjóðverjar gera sér grein fyrir að þeir taka þátt í alþjóðaviðskipti og þurfa að vera samkeppnishæfir. Fáranlegt að fullyrða að þeir beri ábyrð á evrukrísuna vegna skynsemis og dugnaðar.
mbl.is Evrukrísan Þjóðverjum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægi ,,Bakpokalýðs”

Ég hef stundum orðið var við það viðhorf hérlendis að það borgar sig ekki að fá ,,bakpokalýð” hingað vegna þess hve sparsamir þeir eru. Þegar ég var yngri tilheyrði ég ,,bakpokalýðnum” og tel að það á að þeir eiga að vera jafn velkomnir og aðrir ferðamenn. Fyrir utan gestrisni og að kynnast fólki fyrir öðrum löndum eru marga ástæður fyrir því. Ég veit að mikið af ungu fólki afla sér tekna á ferðalögum með því að skrifa um þá staði, sem það heimsækir m.a. í Lonley Planet, sem eru mjög vinsælar bækur hjá ferðamönnum. Jákvæðar greinar um Ísland laðar að ferðamenn, bæði þá sem eyða miklu og litlu hérlendis. Auk greina getur verið að nokkrir einstaklingar af þessum ,,bakpokalýði” á efnaða ættingja og vini, sem koma hingað vegna þess að einstaklingur mælir með fegurð landsins og gestrisni. Sumir af ,,bakpokalýðnum” koma aftur hingað eftir að hafa orðið mjög efnaðir eða háttsettir, t.d. Bill Clinton og frú, Mikið af ,,bakpokalýði” er ungt fólk, sem er í háskóla eða hefur lokið BS/BA gráðu og er að velt fyrir sér hvað það á að gera í framtíðinni. Það tekur stundum eftir atvinnumöguleikum, sem heimamenn sjá ekki, eða eins og sagt er ,,glöggt er gests auga”. Sumir setjast að og stofna fyrirtæki. ,,Bakpokalýður” býr yfirleitt á farfuglaheimilum, sem mörg hver eru mjög góð hérlendis. Þegar ég var yngri gisti ég oft á farfuglaheimilum þegar ég ferðaðist um Evrópu. Núna gisti ég einkum á hótelum, en stundum einnig á farfuglaheimilum vegna þar kynnist maður oft áhugaverðu fólki. Ég sá á veggspjaldi í farfuglaheimili í Kína að farfuglaheimili eru samfélög, en ekki ódýr hótel og er ég sammála því. Ég vil þess vegna hvetja landa mína að taka vel á móti ,,bakpokalýði” eins og vanalega.
mbl.is Mælir með ferðum til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langlífi sjöunda dags aðventeista

Ég hef nokkrum sinnum séð erlendar greinar, m.a. í National Geographic, um langlífi þar sem kemur fram að sjöunda dags aðventeistar eru meðal þeirra langlífustu. Þegar ég var á Gulangyu eyju á Kína s.l. vor, rakst ég af tilviljun á miðstöð sem aðventeistar reka þar og heitir: ,,Adventist Xiamen Meihua Retreat Center”. Miðstöðin er í stórri og glæsilegri byggingu sem danski aðventeistapresturinn Anderson byggði sem skóla fyrir stúlkur. Ég fékk að skoða miðstöðina og sá m.a. veggspjöld þar sem er kynnt heilbrigðiskerfi þeirra, sem heitir; ,,New Start”, sem stendur fyrir Nutrition – Exercise – Water – Sunlight – Temperance – Air – Rest – Trust in God. Aðventeisti hérlendis sagði mér að þeir leggja áherslu á að á hvíldardegi eiga menn að hvíla sig einnig andlega frá daglegum vandamálum. Loma Lind háskólinn í Bandaríkjunum hefur verið með langtímarannsóknir á langlífi aðventeista, sem hægt er að lesa um hér:  

http://en.wikipedia.org/wiki/Adventist_Health_Studies

Einnig er hægt að lesa um langlífi, m.a. aðventeista, þar sem er áhugaverð skýringamynd:

 

http://en.wikipedia.org/wiki/Blue_Zone

 

 
mbl.is Lægri blóðþrýstingur vegna kirkjusóknar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ICE LAND er til í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Þegar ég ók um Ras Al Khaimah í Sameinuðu arabísku fustardæmunum árið 2010, sá ég að vera var að búa til vatnsskemmtigarð sem heitir ICE LAND. Ég held að garðurinn á ekkert sameiginlegt með Ísland nema nafnið, auk þess sem er bil á milli ICE og LAND. Samt áhugavert.

Nánari upplýsingar:

http://thrill-rider.blogspot.com/2011/09/iceland-biggest-water-theme-park-in-uae.html

http://icelandwaterpark.com/

 
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akurgæsir og álftir, etv. frá Íslandi, vekja athygli í Ísrael.

Frétt í Ísralska dagblaðinu Haaretz í dag um að þar hafi núna sést álftir og akurgæsir, sem er mjög sjaldgæft í Ísrael. Kannski er það vegna breytinga í veðri. 

Hér er fréttin:

http://www.haaretz.com/news/national/european-geese-make-huge-splash-in-rare-israel-visit-1.401606#.TuqBjouQR8g.facebook

  
mbl.is Búist við versnandi færð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklegast þarf að breyta vinnulöggjöf og velferðarkerfi í ESB ríkjum til þess að fá lán frá Kína.

ESB sækist eftir fjárhagsaðstoð frá Kína til þess að bjarga evrunni, en Jin Liqun, forstjóri China Investment Corporation, sem er fjárfestingasjóður Kínverska ríkisins, telur það ekki vera arðvænlegt að fjárfesta í European Financial Stability Fund (IFSF), nema breytingar verða gerðar á vinnulöggjöf og velferðarkerfum í Evrópu. Ástæðan er sú að það vantar hvata til þess að vinna, t.d. í sumum ríkjum þarf fólk að vinna til 65 ára aldurs og jafnvel lengur en í öðrum ríkjum getur það farið á eftirlaun 55 ára. Velferðarkerfi er gott til þess að minnka bil ríkra og fátækra ásamt því að aðstoða þá sem eiga bágt. Jin var áður aðstoðarfjármálaráðherra og varaforseti Asian Development Bank. Hann stjórnar 400 milljarðar dollara fjárfestingasjóð ríkisins.

Hér er viðtal við hann:

http://english.aljazeera.net/programmes/talktojazeera/2011/11/2011114434664695.html
mbl.is Bretar einangraðir í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég treysti íslensku matvæli best

Það er stundum talað um að matur muni lækka í verði ef við göngum í ESB, en ég tel að heilsa skiptir meiri máli. Ég sá mjög merkilega mynd í gær sem heitir  Food Inc. í ríkissjónvarpinu, en hún fjallar um verksmiðjuframleiðslu á mat og s.l. helgi sá ég 60 Minutes á Stöð 2 um hvernig bragðefni eru búinn til  m.a. til þess að fólk viji borða meira. Það er skiljanlegt að það þarf að beita ýmsum brögðum til þess að framleiða nægjanlegan mat fyrir stórborgir og vegna samkeppni þarf að bæta við efnum til þess að bæta bragðið. Ókosturinn er að þessu fylgir óhollusta m.a. offitu og sykursýku. Á kvikmyndahátíðinni RIFF í haust sá ég sænska heimildarmynd sem heitir ,,Submission” og fjallar um öll þau aðskotaefni sem eru í blóði nútímamanna og hvaða áhrif þau geta haft. Þegar ég kaupi íslensk matvæli á ég auðveldara með að kanna uppruna og meðferð þess, en erlent. Auk þess bragðast t.d. íslenskir tómatar mun betri en þeir erlendu sem eru stundum með undarlegu bragði. Einnig finnst mér íslenskur fiskur oft betri en sá sem ég kaupir erlendis, etv. vegna þess að við blóðgum strax fisk. Þótt að það er eftirlitskerfi með landbúnaði í Evrópu þá hefur það ekki reynst nægjanlega öruggt sbr. þegar a.m.k. 14 létust í Þýskalandi og ekki var hægt að finna út hvaða matvæli og hvaðan orsakaði þetta. Maður, sem þekkir vel til landbúnaðar í Bretlandi, sagði mér að vegna mikils bókhalds vegna eftirlitskerfisins, gætu einungis stórfyrirtæki stundað landbúnað. Matvæli væri í raun ekki ódýrari vegna þess að þau eru niðurgreidd með sköttum.
mbl.is Bann gangi gegn ákvæðum EES-samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændur bera ábyrgð á kreppum skv. nýrri kennslubók fyrir grunnskóla.

Kennslubókin fyrir unglingastig; ,,Styrjaldir og kreppa – Saga 20. aldar I” var gefin út af Námsgagnastofnun í ár. Þar stendur m.a. á bls. 74: ,,Hvernig verður efnahagskreppa til?” - ,,Myndaröðin sýnir hvernig efnahagskreppa myndast og þróast áfram. Hún er einfölduðu mynd af flóknum veruleika.” - Síðan er eru sex númeraðar myndir settar upp í hring með örvum á milli. Draga má þá ályktun að myndirnar sýna atburðarrás sem hefst með mynd nr. 1: ,,Bóndinn framleiðir meira af vörum en hann getur selt. Hann hefur því minna til að eyða en áður og kaupir minna.” - Samkvæmt þessu má draga þá ályktun að offramleiðsla bænda orsakar kreppur. Mun algengari er að orsakir kreppur sé taldar vera að bankar lána of mikið fé og of mikil hækkun hlutabréfaverðs.

Vegna þess að fólk telur að það sem það lærði í skóla sé rétt hefur það áhrif á skoðanir þeirra. Þess vegna skiptir miklu máli að kennslubækur séu mjög vandaðar m.a. um sögu og trúarbrögð. Þegar ég var í barnaskóla las ég í ,,Bíblíusögur fyrir barnaskóla” að gyðingar hafa rangt fyrir sér.

http://www.nams.is/Namsefni/Valid-namsefni/?productid=745b20fc-2b51-432e-bbad-01e9c5d6a5a6
mbl.is Misnota ekki kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændur bera ábyrgð á kreppum skv. nýrri kennslubók fyrir grunnskóla.

Kennslubókin fyrir unglingastig; ,,Styrjaldir og kreppa – Saga 20. aldar I” var gefin út af Námsgagnastofnun í ár. Þar stendur m.a. á bls. 74: ,,Hvernig verður efnahagskreppa til?” - ,,Myndaröðin sýnir hvernig efnahagskreppa myndast og þróast áfram. Hún er einfölduðu mynd af flóknum veruleika.” - Síðan er eru sex númeraðar myndir settar upp í hring með örvum á milli. Draga má þá ályktun að myndirnar sýna atburðarrás sem hefst með mynd nr. 1: ,,Bóndinn framleiðir meira af vörum en hann getur selt. Hann hefur því minna til að eyða en áður og kaupir minna.” - Samkvæmt þessu má draga þá ályktun að offramleiðsla bænda orsakar kreppur. Mun algengari er að orsakir kreppur sé taldar vera að bankar lána of mikið fé og of mikil hækkun hlutabréfaverðs.

http://www.nams.is/Namsefni/Valid-namsefni/?productid=745b20fc-2b51-432e-bbad-01e9c5d6a5a6

Vegna þess að fólk telur að það sem það lærði í skóla sé rétt hefur það áhrif á skoðanir þeirra. Þess vegna skiptir miklu máli að kennslubækur séu mjög vandaðar m.a. um sögu og trúarbrögð. Þegar ég var í barnaskóla las ég í ,,Bíblíusögur fyrir barnaskóla” að gyðingar hafa rangt fyrir sér. 

 


mbl.is Tillögur ESB kynntar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um seina afgreiðslu og sérstakt hæfi

Mér finnst sérkennilegt að það er verið að flytja fersk egg til Íslands vegna þess að flutningskostnaðurinn hlýtur að vega upp á móti etv. lægra verði hérlendis. Mér finnst sjálfsagt að þegar frestur fyrir stjórnvöld til þess að svara umsókn er útrunninn þá ber að lýta á þögnina sem samþykki. Það myndi veita stjórnvöldum alvöru aðhald og mætti setja ákvæði um þetta í Stjórnsýslulögunum. Einnig er ég að velta fyrir mér hvort ráðherra sé vanhæfur til þess að afgreiða umsókn ef hann tjáir sitt neikvæða áliti á umsókn í fjölmiðlum áður en búið er að afgreiða hana. Alþingismenn eiga að  setja skýr og ótvíræð lög og hlutverk ráðherra er einungis að fara eftir þeim sem framkvæmdarvald án þess að persónulegar skoðanir þeirra hafi áhrif. Ég efast t.d. um að Ögmundur sé hæfur til þess að afgreiða umsókn Huang Nubo vegna þess sem stendur um sérstakt hæfi í Stjórnsýslulögunum nr. 37/1993 í 3. gr. 6. töluliðs: ,,Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.”
mbl.is 3 ár og 8 mánuði að fá leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þáttur í 60 mínútum um lögleg innanherjaviðskipti þingmanna o.fl.

Eru fullnægjandi varnir hérlendis gegn því að þingmenn nýta sér ekki innanherjaupplýsingar sem þeir fá á þinginu?

Hér er hægt að sjá þáttinn:

http://www.cbsnews.com/video/watch/?id=7388130n&tag=contentBody%3BstoryMediaBox


mbl.is Finnskur fyrrverandi ráðherra fyrir rétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson á Al Jazeera m.a. um ESB

http://www.aljazeera.com/programmes/countingthecost/2011/11/20111112112247893482.html

 


mbl.is Monti falin stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eggið kennir hænunni

Merkilegt að fyrrverandi fjármálaráðherra ESB ríkis telur sig hæfan til þess að leiðbeina í efnahagsstjórninun hið leiðandi efnahagsveldi heimsins á meðan ESB er að hrynja.


mbl.is Lagarde óttast „glataðan áratug“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar fá að drepa vel rekin fyrirtæki

Mér finnst fáranlegt að Kaupþing, sem heitir núna Arion banki vegna Íslenska kennitölutrixsins, og er eitt af bönkunum sem ábyrgð á efnahagshruninu fái að reka fyrirtæki, sem hefur ekkert með bankarekstur að gera. Það er gróft brot gegn frjálsri samkeppni sem fellst m.a. í því að vel rekin fyrirtæki lifa af en illa rekin fara á hausinn. Það er mjög sérkennilegt að fyrirtæki, sem fara á hausinn hérlendis, fái peninga frá banka til þess að drepa sambærileg fyrirtæki, sem fóru ekki á hausinn vegna skynsamlegrar reksturs. Sem sé ílla rekin fyrirtæki fá peninga til þess að drepa vel rekin fyrirtæki. Ef einstaklingar og fyrirtæki ákveða að refsa Arion bankann með sniðgöngu þá fær bankinn bara peninga frá ríkinu, þ.e. skattgreiðendum. Nauðsynlegt að Samkeppniseftirlitið bregðist skjótt við slíku til þess að koma í veg fyrir að vel rekinn fyrirtæki séu drepin með þessum hætti, en því miður er þetta eftirlit allt of hægvirkt og veit ég ekki ástæðun fyrir því.
mbl.is Óhjákvæmileg áhrif á samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leo Tolstoy, facebook og ríkisvald.

Þótt að Leo Tolstoy er einkum frægur fyrir skáldsögur þá skrifaði hann einnig mjög merkilega bók um túlkun sína á kristni. Bókin heitir: “The Kingdom of God Is Within You” og kom fyrst út 1894. Mohandas Gandhi (kallaður Mahatma sem merki hin mikla sál) ritaði í sjálfsævisögu sinni að þessi bók var ein af þremur ástæðunum fyrir því að hann ákvað að beita friðsamlegum aðgerðum gegn Breska heimsveldinu. Aðferðina nefndi hann; ,,Satyagraha” sem er sett af Sanskrit orðum sem merkja ,,sannleikur” og ,,ákveðni”. Baráttuaðferðir Martin Luther Kings og Nelson Mandela byggðust á þessari aðferði.

Tolstoy færir mjög góð rök fyrir því að í kristni fellst hvaða markmið mannkynið á að stefna að. Með vísan í fjallaræðuna leggur hann áherslu á að ekki má beita valdi gegn illsku (e. Non-resistance to evil by force). Þess vegna getur kristinn maður ekki verið hermaður. Auk þess færir Tolstoy rök fyrir því að Jesús boðaði að stefna ætti að því að hætta að vera með stjórnvöld, hvort sem þau byggjast á lýðræði eða einræði.

Auðvitað var facebook ekki til á tíma Tolstoys, en hann fjallar um annars konar miðlun upplýsinga með svipuðum áhrifum: ,,The more men are freed from privation; the more telegraphs, telephones, books, papers, and journals there are; the more means there will be of diffusing inconsistent lies and hypocrisies, and the more disunited and consequently miserable will men become, which indeed is what we see actually taking place.” Tolstoy telur að meginghlutverk hers er að vernda stjórnvöld gegn almenningi. Hann lýsir því hvernig bændur eru neyddir í her til þess að ráðast á bændur í öðrum ríkjum. Í dag er mögulegt að slíkir bændur eru fésbókarvinir og myndu neyta að ráðast á hvorn annan.

Ég er vanur því að líta á ríkisvald sem illa nauðsyn og líst þess vegna vel á túlkun Tolstoys. Fyrr í þessum mánuði fór ég á fyrirlestur Dr. Robert David Putnam, sem er stjórnmálafræðingur og prófessor við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann sagði m.a. að eftir að hann fékk kosningarétt þá hefur traust almennings á ríkstjórn þar hrunið úr 85% í 15%. Hérlendis hefur einnig dregið verulega úr trausti til ríkisstjórnar og Alþingis. Áður fyrr var einræði sjálfsagt en í dag þykir lýðræði sjálfsagðarar. Spurning hvað mun taka við af lýðræði?
mbl.is Samfélagsmiðlar mikilvægari en ríkisstjórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg síða um ránið í Fréttablaðinu

Ég varð mjög hissa þegar ég sá blaðsíðu 6 í Fréttablaðinu í dag. Að ofan er frétt um hið vopnaða rán í gær og fyrir neðan er verið að auglýsa ,,Byssudagar" hjá Vesturröst.

http://vefblod.visir.is/index.php?s=5480&p=120244


mbl.is Birta myndir vegna ránsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggist ,,Imagine” á kristni skv. túlkun Leo Tolstoys?

Þótt að Leo Tolstoy er einkum frægur fyrir skáldsögur þá skrifaði hann einnig mjög merkilega bók um túlkun sína á kristni. Bókin heitir: “The Kingdom of God Is Within You” og kom fyrst út 1894. Mohandas Gandhi (kallaður Mahatma sem merki hin mikla sál) ritaði í sjálfsævisögu sinni að þessi bók var ein af þremur ástæðunum fyrir því að hann ákvað að beita friðsamlegum aðgerðum gegn Breska heimsveldinu. Aðferðina nefndi hann; ,,Satyagraha” sem er sett af Sanskrit orðum sem merkja ,,sannleikur” og ,,ákveðni”. Baráttuaðferðir Martin Luther Kings og Nelson Mandela byggðust á þessari aðferði.

 

Ég hef heyrt margar útgáfur af kristni, en eftir að ég las bókina fannst mér að ég hef aðeins heyrt sömu túlkun og Tolstoy í söng John Lennons; ,,Imagine”.

 

Tolstoy færir mjög góð rök fyrir því að í kristni fellst hvaða markmið mannkynið á að stefna að.

 

Með vísan í fjallaræðuna leggur hann áherslu á að ekki má beita valdi gegn illsku (e. Non-resistance to evil by force). Þess vegna getur kristinn maður ekki verið hermaður. Í ,,Imagine” stendur m.a.; ,,Nothing to kill or die for” - ,,Imagine all the people Living life in peace”. 

 

Einnig á að stefna að því að hætta að vera með stjórnvöld hvort sem þau byggjast á lýðræði eða einræði. Í bókinni stendur m.a. á blaðsíðu 131; ,,Christianity in its true sense puts an end to government. So it was understood at its very commencement; it was for that cause that Christ was crucified.” Í ,,Imagine” stendur m.a.; ,,Imagine there's no countries”.

 

Tolstoy telur að markmiðum kristni næst aðeins þegar allir eru orðnir kristnir. Ef það markmið næst þá er spurning hvort hægt er að tala um trúarbrögð, en í ,,Imagine” stendur m.a.; ,,And no religion too”. Hér vil ég bæta við að flest trúarbrögð hafa hina gullnu reglu:

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Golden_Rule  Tolstoy telur að afnám eignaréttar fellst í kristni. Í ,,Imagine” stendur m.a.; ,, Imagine no possessions I wonder if you can No need for greed or hunger”. Þegar Tolstoy setti fyrst fram túlkun sína á kristni fannst mörgum þessar hugmyndir fáranlegar m.a. að ekki má beita valdi gegn illsku og engin stjórnvöld. Hann benti á að mannkynið þróast t.d. þótti einu sinni þrælahald sjálfsagt en ekki lengur þegar hann ritaði bókina. Þótt að hann vísar ekki í Markús 11:24 þá finnst mér að eftirfarandi á við túlkun hans; ,,Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.” Þetta er svipað og kemur fram í bókinni; ,,Leyndarmálið / The Secret” eftir Rhonda Byrne, en þar er fjallað um að ef við náum að stilla tilveruna og það sem við viljum öðlast á sömu tíðni, getum við kallað til okkar betra líf, andlegt og veraldlegt. Í ,,Imagine” stendur í lokin;

,,You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one”
 

 Hægt er að kaupa bók Tolstoys hjá Amazon:

http://www.amazon.com/Kingdom-God-Within-You/dp/1603863826/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1318122686&sr=8-1
mbl.is John væri ekki ánægður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil hæstaréttadómara

Mér finnst mjög skiljanlegt að hæstaréttadómarar voru ekki við þingsetninguna vegna þess að ef þeir hefðu orðið fyrir árás eða vitni að árás eða öðru afbroti, þá gætu þeir talist vanhæfir til þess að dæma í málinu.
mbl.is Fundu skothylki við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun og starfsreynsla?

Það vantar upplýsingar um menntun og starfsreynslu hans, sem gerir þennan unga mann hæfan til þess að vera skattamálaráðherra.
mbl.is 26 ára skattamálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverður þáttur um mótmælin í Barein

http://youtu.be/xaTKDMYOBOU
mbl.is Konur í Barein mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband