Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
18.5.2014 | 00:11
Auglýsing danska þingsins um ESB vekur heimsathygli.
Auglýsing danska þingsins þar sem ungt fólk er hvatt til þess að kjósa til þings ESB þykir undarleg:
http://rt.com/news/159604-voteman-danish-cartoon-scandal/
Gæti hafið viðræður fyrirvaralaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2014 | 19:47
Ekki fyrsti sjálfsalinn
Í safni fíkniefnalögreglu alríkisstjórnarinnar (DEA) í Washington DC er til sýnis sjálfsali, sem lagt var hald á fyrir nokkrum árum í Kaliforníu. Etv. svipuð og samskonar og sýnt er á þessri vefsíðu.
Fyrsti maríjúana-sjálfsali heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2014 | 15:24
Frekar taka til fyrirmynda atkvæðagreiðsluna í Schleswig 1920
Í stað þess að vera með þessar atkvæðagreiðslu og forsetaskosningar finnst mér að það ætti frekar að taka til fyrirmynda atkvæðagreiðslu árið 1920 um hvort íbúar Schleswig vildu tilheyra Þýskalandi eða Danmörku eftir fyrri heimsstyrjöldina. Ég sá tvær mjög athyglisverðar sýningar um atkvæðagreiðsluna í tveimur söfnunum í Danmörku, Museum Sønderjylland og Museum mellem Slesvigs Grænser. Hugmyndin um hvernig marka á landamæri kom frá Woodrow Wilson, forseta Bandaríkjanna sem hann kallaði; the people´s right of self-determination. Sérstök nefnd (Commission Internationale de Surveillance du Plébiscite au Slesvig - CIS) var skipuð fulltrúum Bretlands, Frakklands og Svíþjóð, sem er talin hafa unnið mjög gott verk. Nefndin fór með stjórn svæðisins og fengu franska og breska hermenn til þess að annast löggæslu, en þýskum hermönnum og dönskum opinberum starfsmönnum voru látnir yfirgefa svæðið á meðan. Atvæðagreiðsla fór fram í hverjum hreppi og merkt inn á kort hlutfallslega hve margir vildu tilheyra Danmörku eða Þýskalandi. Hagsmunaaðilar gerðu mjög áhugaverð áróðursveggspjöld. Ég veit ekki hvort eitthvað var um ofbeldi og hættulega hópa í Schleswig eins og í Ukraníu í dag, en það skiptir máli þegar meta á hvort hægt er að hafa samskonar atkvæðagreiðslu.
Stjórnleysi á kjörstað í Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2014 | 23:55
Tölfræðingar greina tengsl manna í Íslendingasögum.
Vegna þess að Clinton var í vandræðum með öll nöfnin í Njálssögu ætlar ég að vekja athygli á eftirfarandi.
Ég var á stórri STEM-sýningu (Science Technology Engineering and Mathematics) um síðustu helgi í Washington DC þegar ég sá tímarit tölfræðinga vegna þess að á forsíðunni var tekið fram að fjallað væri um Íslendingasögu. Í stuttu máli voru tengsl manna greind í Íslendingasögum til þessa að kanna hvort þær gætu verið raunveruleg eða skáldskapur. Meðal annars var fjallað um 6 gráðu bils (Six degrees of separation) á milli einstaklinga.
http://www.medievalists.net/2014/01/07/can-statistics-show-if-the-icelandic-sagas-are-true/
Clinton réði ekki við Njálu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2014 | 13:04
Smá villa í fréttinni
Rihanna kærð fyrir ærumeiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2014 | 16:01
Flott hjá Hróknum og um mikilvægi skákkennslu.
Þótt að ég hef ekki áhuga á skák hef ég lesið um mikilvægi þess í námi barna og unglinga, m.a. að þau læra ,,strategíska" hugsun sem getur skiptu miklu mála fyrir Grænlendinga, vegna þess að margir erlendir aðila ásælast auðlindir þeirra og þurfa þeir að kunna að bregaðst rétt við til þess að nýtast sinni þjóð. Hér má geta þess að í Armeníu er skákkennsla orðin skyldunámskeið í grunnskólum og einnig er lögð áhersla á skákfræðslu í grunnskóla Beverly Hills í Bandaríkjunum.
Blindur drengur vann skákmótið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2014 | 13:17
Gangandi vegfarendur neðst í fæðukeðju umferðar.
Rafmagnsvespu ekið á barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2014 | 18:20
Alveg sammála Morgunblaðinu
Ég þykist vera besserwisser varðandi umferðaröryggi. Vann mörg ár hjá lögreglunni í Reykjavík við rannsóknir umferðarslysa, kynntist vísindalegum rannsóknum á slíkum slysum þegar ég stundaði háskólanám í lögreglufræðum í Bandaríkjunum. Skrifaði grein um orsakir umferðarslysa og hélt ráðstefnu um slysagildrur í Reykjavík. Viðtal við mig í Tímanum um slíkt. - Það skiptir miklu máli að umferðarmannvirki séu einföld og samræmd vegna þess að ökumenn þurfa stundum að taka skjótar ákvarðnir um viðbrögð. Eftir að ég hafði ekið í Bandaríkjunum, sem mér fannst auðvelt, komu allskonar tilraunastarsemi í Reykjavík mér illa á óvart þegar ég kom heim 1984. Á einum gatnamótum í vesturbænum var stöðvunarskyldumerki á allar aksturstefnur og grá grind á miðri Hafnarstræti. Mörgum árum seinna var sett einstefnumerki á Suðurgötu án þess að það hafði lagagildi. Nýlega hafa götur og gangbrautur verið málaðir í litum og undarlegar merking án heimildar í reglugerð, o.s.frv. Breytingar um umferðarmannvirkjum og merkingum eiga að byggjast á vísindalegum aðferðum þar sem hugað er að öryggi og umferðarflæði. Ég er þess vegna alveg á móti því að vera með tilraunastarfsemi í umferðarmerkingum, vegna þess að kostnaðurinn getur verið mannslíf.
Lögleysa í umferðarmerkingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2014 | 05:30
Einnig í molum í flestum löndum m.a. hérlendis?
Næst þegar þú flýgur til Evrópu skaltu taka eftir hvort vegabréf þitt er skannað eða flétt upp í tölvu þegar þú ferð ég gegnum öryggiseftirlitið. Ég hef flogið mjög mikið og er það mjög sjaldan sem það er gert, m.a. ekki á Íslandi. Þar á mót fer oft fram nákvæm athugun þegar ég kem til lands þar sem framvísa á vegabréf, t.d. í Bandaríkjunum. Þannig að skv. þessu eru flugöryggismál í ,,molum" í mörg löndum m.a. á Íslandi.
Hér eru tvær greinar varðandi þetta:
http://www.nytimes.com/2014/03/11/world/asia/missing-malaysian-airliner-said-to-highlight-a-security-gap.html?hp&_r=0Flugöryggismál í Malasíu í molum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2014 | 23:57
Mjög léleg fréttamennska hjá Morgunblaðinu.
Það er auðvitað ekki hægt að fullyrða að það eru ,,Engin merki eru um tæknibilun eða flugrán" þegar ekki er einu sinni búið að finna svarta kassann. Þessi frétt byggist á nafn einhvers sem hefur ekki leyfi til að tala við fjölmiðla um rannsóknina. Morgunblaðið á að byggja á opinberum upplýsingum en ekki kjaftasögu einhvers sem ekki er vitað hver er. Til þess að gefa ranglega í skyn að fréttin sé áreiðanleg birtir blaðið mynd af samgönguráðherra Malasíu með fyrirsögnina fyrir ofan: ,, Flugvélahvarfið ekkert slys". Morgunblaðinu er að veitast að æru Zaharie Ahmad Shah, sem líklegast er látinn og hefur ættingja á lífi. Ég hélt að fréttamennskan væri á hærra plani hjá blaðinu en þetta.
Flugvélahvarfið ekkert slys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)