Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Skólinn býður upp á nám í mörgum löndum

Ég fór í opið hús hjá skólanum í Los Angeles og leist mér best á að hann er í samstarf við stór kvikmyndaver og kvikmyndaskóla í mörgum löndum. Gæti verið áhugavert að sækja t.d. námskeið á vegum skólans í ýmsum löndum og fá þannig fjölbreyttari menntun:

http://www.nyfa.edu/film-schools-location/
mbl.is Opið hús hjá New York Film Academy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gangandi vegfarendur neðst í fæðukeðju umferðar.

Ég er alveg á móti því að það má hjóla reiðhjólum og aka rafvespum á göngustígum. Þótt að hjólendur og ökumenn rafvespur eiga að víkja fyrir gangandi vegfarendur þá hef ég oft lent í því að þeir gera það ekki. Þeir bruna áfram á miklum hraða og það sem verra er hljóðlaust. Það hefur stundum komið fyrir að ég hef t.d. gengið Laugarveginn í Reykjavík og ætlaði að beygja til þess að líta í búðarglugga þegar munar litlu að ég hef verið hjólaður niður. Eins og myndin í fréttinni gefur til kynna þá virðast rafvespur m.a. vera leikföng fyrir krakka. Mér finnst sjálfsagt að ökumenn rafvespur þurfa að taka próf og vera með hjálm. Einnig að rafvespur sé skráningarskyldar og með ábyrgðatryggingu. Hver borgar tjónið ef ökumaður rafvespur slasar gangandi vegfaranda? Hver ber ábyrð ef ökumaður rafvespur ekur á götu og lendir í slysi vegna þess að hann braut umferðarlögin? - Ég ók í Kaupmannahöfn í fyrra og þar var mikið af hjólreiðastígum þannig að hjólendur voru ekki að þvælast fyrir gangandi vegfarendur. Þar á móti hafa orðið nokkur slys þegar ökumenn bifreiða beygja til hægri og í veg fyrir hjólendur. Ég tók eftir að ég þurfti að gæta mjög mikillrar varúðar þegar ég beygði til hægri, vegna þess að það var erfitt að sjá reiðhjól nálgast á miklum hraða.  


mbl.is Mega keyra rafvespur á stígum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðleg ráðstefna hjá S.Þ. um frumbyggjara

Sammála Árna - Þegar ég var í Alta, Noregi, í s.l. sumar frétti ég að þar var haldin undirbúingsráðstefna fyrir alþjóðaráðstefnu um málefni frumbyggjara, sem verður haldin hjá Sameinuðum Þjóðnum í ár. Hægt að lesa um hana hér:

http://www.iwgia.org/human-rights/un-mechanisms-and-processes/un-world-conference-on-indigenous-peoples-2014

 


mbl.is Virða þarf réttindi frumbyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir gegn sendiráði BNA í Indlandi vegna brots á Vínarsamningnum.

Mér finnst að það vantar í fréttinni viðbrögð Indverskra yfirvalda skv. meðfylgjandi frétt frá Al Jazeera. Bandarískir sendiráðsfulltrúar þar eiga að skila inn persónuskilríkjum og ferðir þeirra á flugvöllum takmarkaðar. Bandaríska þingmannanefnd fær ekki að hitta ráðherra. Fleiri aðgerðir eru fyrirhugaðar.

Mér finnst að það hefði verið samræmi við Vínarsamningnum að prótokollstjóri untanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefði afgreitt þetta mál, sem hefði etv. leitt til þess að sendiráðsfulltrúinn hefði verið lýstur ,,Persona non grata". Það skiptir miklu máli fyrir diplomatisk samskipti að yfirvöld geti ekki handtekið og sett í fangelsi diplomata t.d. af pólítiskum ástæðum undir yfirskin afbrots. Mér finnst mjög óðlilegt og klaufalegt að lögreglan handtók sendifulltrúan og setti í fangageymslu. Ef hún hefði þar á móti ekið undir áhrifum áfengis þá hefði verið rétt hjá lögreglu að stöðva brotið til þess að koma í veg fyrir almannahættu.

http://www.aljazeera.com/news/2013/12/india-us-row-escalates-over-diplomat-arrest-2013121764919464935.html


mbl.is Niðurlægð af bandarískum yfirvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá töku The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi m.a. á Seyðisfirði.

http://youtu.be/tsuUA0JGaCA

mbl.is Ben Stiller lofar Ólaf Darra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg starfsemi RÚV

Þegar skera á niður hjá RÚV er farið að væla um að það gegni svo mikilvægu hlutverk, en forgangsröðun þess er mjög sérkennileg. Þegar mikill jarðskjálfti varð árið 2000 hélt sjónvarpið áfram að sýna myndir frá einhverjum boltaleik, en Stöð 2 fór strax að flytja fréttir og mikilvægar tilkynningar vegna skjálftans. Fréttatímum og áhugaverðum fræðsluþáttum er seinkað og jafnvel fellt niður vegna boltaleikja. Um helgina var sýndur einhver erlendur sjónvarpsþáttur í staðinn fyrir að sýna beint frá Hörpu, þar sem fjallað var um mjög mikilvægt mál fyrir almenning. RÚV þóttist sýna beint á vefinn en það fraus strax hjá mér og gat ég aðeins hlustað á útvarpsrás og ekki séð glærurnar. - RÚV gegndi mikilvægu hlutverki þegar útvarp og sjónvarp var nýjung, en ekki lengur.


mbl.is Lögreglan lét fjölmiðla ekki vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegur réttur Kínverja

Hér er samanburður sem sýnir sögulegan rétt Kínverja yfir Diaoyu Dao eyjunum fram yfir rétt Japana. Bandaríkjamenn hafa auðvitað engan rétt þarna.

http://english.cntv.cn/special/diaoyuchina/timeline/index.shtml

 


mbl.is B-52 flugvélar ögra Kínverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskukunnátta hjá Echelon skv. dönskum þætti.

Fyrir mörgum árum eða um tíu árum, sá ég viðtal í danska sjónvarpinu við höfund bókar um Echelon. Það vakti sérstaka athygli mína að hann sagði að meðal tungumála, sem þýðendur kunna hjá Echelon er íslenska.   


mbl.is Gerir ráð fyrir að njósnað hafi verið um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðraðir lífshættulegar á Everest

Ég fór á fyrirlestur í fyrra hjá tveimur bandaríkjamönnum, sem voru langt komnir með að klífa Everest, þegar þeir hættu við vegna þess að óvenju margir létust þar samtímis og þá m.a. vegna snjóflóða. Annar þeirra hefur klifið fjallað nokkrum sinnum áður. Þeir sýndu myndir af mjög langri biðröð af fjallgöngumönnum á leið á tindinn, en það er mjög hættulegt vegna þess að það kemur fyrir að súrefni klárast meðan beðið. Það er einn flöskuháls á leiðinni sem mig minnir er nefnt eftir líki fjallgöngumanns þar. 


mbl.is Átök á Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt einnig jákvætt í Paraguay.

Ég ferðaðist um Paraguay í fyrra og líkaði mjög vel, sem er fallegt og áhugavert land. Fólk vingjarnlegt og hjálpsamt, en hefur verið óheppið með grimma einræðisherra og vondandi fá þeir góða þjóðarleiðtoga núna. Sá áhugaverða sýningu í tilefni 200 ára sjálfstæði frá Spáni þar sem fjallað um sögu, menningu og list landsins, m.a. kvikmyndagerð.

Ég varð ekki var við fíkniefni, en þarna er einnig ræktað Yerba Mate, sem er einhverskonar te sem þeir selja til ýmissa landa m.a. Uruguay og Argentínu. Borgin Ciudad del Este er fræg fyrir smygl vegna þess að hún er á landamærum Braselíu. Vegna hárra álagningar á ýmsan varning í Braselíu fara margir yfir til þessarar borga í Paraguay þar sem verð er mun lægri, en samt svipað og í Evrópu. Íbúar Braselíu mega kaup tollfrjálst að ákveðnu marki, en margir smygla. Ég heimsótti þessa borg þar sem margir hlaupa um með sjónvarpstæki og annan varning.

Ég gerði heimildamynd, sem hægt er að sjá á vefinn minn,  um þýskumælandi Mennonita í Fíladelfíu, sem flúðu frá Rússlandi til Paraguay. Ég las um Mennonita í bókina: “The Kingdom of God Is Within You” eftir Leo Tolstoy og kom fyrst út 1894. Mohandas Gandhi  ritaði í sjálfsævisögu sinni að þessi bók var ein af þremur ástæðunum fyrir því að hann ákvað að beita friðsamlegum aðgerðum gegn Breska heimsveldinu.

http://interestingworld.info/


mbl.is Paragvæ paradís eiturlyfjasmyglara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband